Fara í efni

Sjóvarnir, Borgarfirði

Málsnúmer 202201032

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 19. fundur - 10.01.2022

Þann 3. janúar síðastliðinn gerði óveður og brim á Borgarfirði eystri svo tjón og óþægindi urðu af. Í slíku óveðri eru núverandi sjóvarnir á Borgarfirði ófullnægjandi.

Heimastjórn skorar á Vegagerðina að ráðast nú þegar í gerð sjóvarna af fullum þunga. Þær framkvæmdir sem eru mest aðkallandi eru í höfninni, við gistiheimilið Blábjörg, við þorpsgötuna og í Njarðvík.

Formanni falið að koma eftirfarandi á framfæri við Siglingasvið Vegagerðarinnar og málinu vísað til umhverfis - og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?