Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

19. fundur 10. janúar 2022 kl. 14:00 - 16:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Fundargerð ritaði: Eyþór Stefánsson formaður
Í upphafi fundar var lögð fram tillaga að dagskrárbreytingu þar sem lið 9 var bætt við.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

1.Deiliskipulagsbreyting, Ferðaþjónusta í landi Klyppstaða í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202109103Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn liggur vinnslutillaga að breytingu á deiliskipulagi Klyppstaða vegna smávirkjunar.

Tillagan var samþykkt á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 5. janúar síðastliðinn þar sem málinu var vísað til heimastjórnar til staðfestingar. Jafnframt liggur fyrir ráðinu að veita umsögn um skipulagstillöguna sem náttúruverndarnefnd.

Heimastjórn samþykkir að vinnslutillagan verði kynnt og gerir sem náttúruverndarnefnd engar athugasemdir við tillöguna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

2.Umsögn vegna jarðarkaupa - Stakkahlíð

Málsnúmer 202112022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá 16. desember sl. frá Stefáni Smára Magnússyni um að heimastjórn veiti honum umsögn vegna mögulegra fyrirhugaðra kaupa hans á jörðinni Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

Heimastjórn felur formanni að gera umsögn um málið í samræmi við umræður á fundinum að fenginni staðfestingu þess efnis að jörðin sé á leið í söluferli á ný.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Byggðakvóti Múlaþing

Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer

Þann 5. janúar birtist á heimasíðu Stjórnarráðsins úthlutun almenns byggðakvóta 2021/2022. Þar kemur fram að Borgarfjörður eystri fær í sinn hlut lágmarksbyggðakvóta þ.e. 15 tonn. Heimastjórn harmar rýran hlut Borgarfjarðar og vill að fyrirkomulag úthlutunar almenns byggðakvóta verði endurskoðað enda ætti slíkur kvóti að nýtast byggðalögum sem ríkið hefur á öðrum stað skilgreint sem brothætta byggð. Ofangreindu er vísað til sveitarstjórnar.

Heimastjórn hyggst sækja um sértækan byggðakvóta til Byggðastofnunar. Formanni falið að leiða saman hagsmunaaðila því tengdu og vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Betri Borgarfjörður, brothættar byggðir

Málsnúmer 202110005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svarbréf Byggðastofnunar þar sem ársframlengingu verkefnisins Betri Borgarfjörður er hafnað í núverandi mynd.

Heimastjórn harmar að verkefnið hafi ekki verið framlengt um ár. Heimastjórn óskar eftir því við Múlaþing að fundin verði farsæl leið til að halda verkefninu áfram með eða án aðkomu Byggðastofnunar. Heimastjórn telur mikilvægt að Múlaþing skapi umgjörð um áframhald verkefnisins og leggur til að ráðinn verði starfskraftur á Borgarfirði sem gegni sambærilegu hlutverki og verkefnastjóri brothættra byggða enda voru Borgarfjarðarhreppur og Byggðastofnun sammála um slíkt áframhald verkefnisins.

Vísað til byggðarráðs til frekari útfærslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


5.Deiliskipulag, Jörfi, Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202106006Vakta málsnúmer

Vinna er hafin við gerð deiliskipulags fyrir svæðið frá Jörfa að Vörðubrún og byggðina þar fyrir innan. Heimastjórn fékk til kynningar og rýningar vinnugögn vegna skipulagsins. Skipulagið verður kynnt íbúum þegar vinnan verður lengra komin.

Lagt fram til kynningar

6.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Steingrímur Jónsson verkefnisstjóri framkvæmdamála Múlaþings mætti á fund heimastjórnar í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti stöðu mála er snúa að framkvæmdum í Fjarðarborg.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 14:30

7.Sjóvarnir, Borgarfirði

Málsnúmer 202201032Vakta málsnúmer

Þann 3. janúar síðastliðinn gerði óveður og brim á Borgarfirði eystri svo tjón og óþægindi urðu af. Í slíku óveðri eru núverandi sjóvarnir á Borgarfirði ófullnægjandi.

Heimastjórn skorar á Vegagerðina að ráðast nú þegar í gerð sjóvarna af fullum þunga. Þær framkvæmdir sem eru mest aðkallandi eru í höfninni, við gistiheimilið Blábjörg, við þorpsgötuna og í Njarðvík.

Formanni falið að koma eftirfarandi á framfæri við Siglingasvið Vegagerðarinnar og málinu vísað til umhverfis - og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er þriðjudaginn 1. febrúar næstkomandi kl. 13:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 föstudaginn 28. janúar næstkomandi.

Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

9.Strandveiðar 2022

Málsnúmer 202201043Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri mótmælir harðlega skerðingu aflaheimilda til strandveiða árið 2022 um 1.500 tonn.

Í reglugerð sem sett var 21. desember síðastliðinn minnkaði ráðherra áætlaðar aflaheimildir til strandveiða um 1.500 tonn úr 10.000 tonnum í 8.500 tonn af þorski.

Á undanförnum árum hafa ungir menn haslað sér völl í útgerð með útgerð strandveiðibáta á Borgarfirði.

Afli strandveiði báta er stór hluti landaðs afla yfir sumartímann þannig að skerðing á afla til strandveiða kemur því niður á íbúum.

Það eru gríðarleg vonbrigði að ekki séu tryggðir 48 dagar til strandveiða ár hvert.

Heimastjórn vísar málinu til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?