Fara í efni

Umsókn um landskipti, Sigurstapi, Borgarfjörður eystri

Málsnúmer 202201110

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Merkis (L157261) á Borgarfirði eystri sem fær heitið Sigurstapi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 21. fundur - 10.03.2022

Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Merkis (L157261) á Borgarfirði eystri sem fær heitið Sigurstapi. Umsóknin var samþykkt á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 16. febrúar og var vísað til heimastjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar staðfestir afgreiðslu umhverfis ? og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?