Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

21. fundur 10. mars 2022 kl. 14:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar kom fram tillaga að bæta við dagskrárliðnum: Samþykkt stjórnar sambandsins og yfirlýsing CEMR vegna Úkraínu. Var það samþykkt samhljóða.

1.Samþykkt stjórnar sambandsins og yfirlýsing CEMR vegna Úkraínu

Málsnúmer 202203050Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar 9.mars 2022 var eftirfarandi bókun samþykkt:

Sveitarstjórn Múlaþings fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Sveitarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þær aðgerðir er alþjóðasamfélagið hefur gripið til gegn yfirvöldum í Rússlandi. Sveitarstjórn Múlaþings lýsir sig reiðubúna til að koma að aðstoð við fólk á flótta og tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.

Heimastjórn Borgarfjarðar tekur heilshugar undir bókun sveitarstjórnar Múlaþings og lýsir sig reiðubúna til að aðstoða eins og hún getur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Umsókn um landskipti, Sigurstapi, Borgarfjörður eystri

Málsnúmer 202201110Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Merkis (L157261) á Borgarfirði eystri sem fær heitið Sigurstapi. Umsóknin var samþykkt á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 16. febrúar og var vísað til heimastjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar staðfestir afgreiðslu umhverfis ? og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Borgarfjarðar liggur að veita umsögn um skipulagslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016.

Fyrirhuguð breyting er þríþætt. Í fyrsta lagi er fyrirhugað að stækka íbúðarsvæði ÍB1 (Bakkaflöt/Bakkavegur 0) til suðurs vestan Bakkavegar og þar bætt við einni lóð. Í öðru lagi verður svæði fyrir leikskóla breytt í athafnasvæði þar sem í dag er dúnvinnsla og því er verið að samræma landnotkunarreit í samræmi við leyfðan atvinnurekstur. Í þriðja lagi er bætt við einu efnistökusvæði í Fjarðará (fyrir ofan brú) sem þó hefur verið tekið úr síðan 1960.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Framkvæmdir við Borgarfjarðarhöfn

Málsnúmer 202203083Vakta málsnúmer

Hluti heimastjórnar fundaði með fulltrúum frá Siglingasviði Vegagerðarinnar 1.mars síðastliðinn á Borgarfirði. Þar voru fyrirhugaðar framkvæmdir í höfninni kynntar. Að óbreyttu verður fyrsti áfangi framkvæmdanna að dýpka innsiglinguna og fjarlægja Sýslumannsboða og verður sá þáttur verksins boðinn út á næstunni. Í framhaldi af því eru uppi hugmyndir um að koma fyrir nýrri löndunaraðstöðu til móts við Hafnarhúsið, stytta núverandi löndunarbryggju svo auka megi viðlegupláss þar á móti í átt að tunnunni sem fyrir er í innsiglungunni. Fram kom á fundinum að fyrri plön um lengingu Skarfaskersgarðs virðast óþörf og mögulegt að öðrum verkþáttum framkvæmdanna verði forgangsraðað framyfir lenginguna.

Þá fóru fulltrúar Vegagerðarinnar jafnframt yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við sjóvarnir á svæðinu í Njarðvík, fyrir neðan Blábjörg og í höfninni.

Lagt fram til kynningar

5.Sorpmál á Borgarfirði

Málsnúmer 202203082Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað um mögulegar breytingar á sorphirðu á Borgarfirði. Freyr Ævarsson verkefnisstjóri umhverfismála hjá Múlaþingi sat fundinn undir þessum lið.

Freyr fór yfir stöðu mála í sorpmálum í Múlaþingi og svaraði spurningum heimastjórnarfólks um mögulega útfærslu á breytingum á sorphirðu á staðnum.

Vegna gildistöku nýrra laga um sorphirðu sem taka gildi um næstu áramót telur heimastjórn ekki tímabært að breyta fyrirkomulagi sorphirðu að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson - mæting: 15:00

6.Betri Borgarfjörður, brothættar byggðir

Málsnúmer 202110005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá verkefnisstjórn Betri Borgarfjarðar þar sem því er beint til Múlaþings að kynna fyrirætlanir sínar með áframhald verkefnisins á síðasta íbúafundi verkefnisins 16.mars næstkomandi.

Heimastjórn ítrekar fyrri bókanir sínar um málið og leggur áherslu á að verkefnið verði unnið á Borgarfirði mögulega með aðkomu heimastjórnar. Verði ekki um fullt starf að ræða væri hægt að sinna öðrum störfum fyrir sveitarfélagið.með því.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

7.Lindarbakki Borgarfirði

Málsnúmer 202011211Vakta málsnúmer

Fyrir lá munnleg beiðni frá umsjónaraðilum Lindarbakka um að sveitarfélagið ákveði hvernig rekstri Lindarbakka verði háttað í sumar.

Heimastjórn fer þess á leit við byggðarráð Múlaþings að tryggt verði að Lindarbakki verði hafður opinn í sumar en húsið er einn helsti ferðamannasegull staðarins. Heimastjórn leggur til að viðhaft verði svipað fyrirkomulag og síðasta sumar þar sem aðgangseyrir og styrkir stóðu undir stærsta hluta rekstursins.

Vísað til byggðarráðs Múlaþings.

8.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur áherslu á að gjaldtaka hefjist í Hafnarhólma í sumar. Sú tæknilausn sem kynnt hefur verið hentar ekki sem skyldi að mati heimastjórnar.

Heimastjórn felur fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur Heimastjórnar Borgarfjarðar er mánudaginn 4. apríl kl. 13:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 fimmtudaginn 31. mars.

Erindi skal senda annað hvort á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Heimastjórn hvetur áhugasama að fara huga að framboði til næstu heimastjórnar en kosið er til heimastjórnar samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum 14.maí.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?