Fara í efni

Innsent erindi, knatthús á Seyðisfirði

Málsnúmer 202201117

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47. fundur - 23.02.2022

Áhugasamir aðilar tengdust inn á fund umhverfis- og framkvæmdaráðs og kynntu fyrir ráðinu hugmyndir sínar um knatthús á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að kalla eftir viðbrögðum við hugmyndinni frá stjórn Íþróttafélagins Hugins, stjórn Knattspyrnudeildar Hugins og heimastjórn Seyðisfjarðar.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Birkir Pálsson - mæting: 10:00
  • Rúnar Freyr Þórhallsson - mæting: 10:00

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 21. fundur - 07.03.2022

Fyrir lá erindi frá áhugasömum aðilum um uppbyggingu knatthúss á Seyðisfirði. Erindið var kynnt fyrir umhverfis-og framkvæmdaráði þann 23.febrúar 2022 þar sem kallað var eftir viðbrögðum við hugmyndinni m.a. frá heimastjórn Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar innsent erindi og áhuga þeirra fyrir framtíð knattspyrnu á Seyðisfirði. Heimastjórn leggur til að nýtingartími á sparkvelli verði lengdur með því að nýta hitakerfi sem í honum er. Jafnframt bendir heimastjórn á að íþróttahúsið sé vannýtt þar sem iðkendur eru mjög fáir og erfiðlega hefur gengið að fá þjálfara. Heimastjórn áréttar að í aðalskipulagi er gert ráð fyrir fótboltavelli í framtíðinni. Vilji hópur áhugasamra standa að fjármögnun og byggingu á knatthúsi yrði því vel tekið.


Fjölskylduráð Múlaþings - 39. fundur - 15.03.2022

Undir þessum lið mættu Birkir Pálsson og Rúnar Freyr Þórhallsson og kynntu hugmyndir sínar um knatthús á Seyðisfirði.

Fjölskylduráð þakkar kynninguna og lýst vel á hugmyndina að knatthúsi á Seyðisfirði og telur að leggja eigi áherslu á þann kost fremur en knattspyrnuvöll í fullri stærð. Þá telur ráðið að yfirbyggt knatthús muni nýtast fleirum og allt árið, þ.m.t. eldra fólki sem vill ganga/hreyfa sig innandyra yfir vetrartímann. Ráðið leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga vel að staðarvali með það í huga að halda sparkvelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?