Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

21. fundur 07. mars 2022 kl. 09:15 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Innsent erindi, knatthús á Seyðisfirði

Málsnúmer 202201117Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá áhugasömum aðilum um uppbyggingu knatthúss á Seyðisfirði. Erindið var kynnt fyrir umhverfis-og framkvæmdaráði þann 23.febrúar 2022 þar sem kallað var eftir viðbrögðum við hugmyndinni m.a. frá heimastjórn Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar innsent erindi og áhuga þeirra fyrir framtíð knattspyrnu á Seyðisfirði. Heimastjórn leggur til að nýtingartími á sparkvelli verði lengdur með því að nýta hitakerfi sem í honum er. Jafnframt bendir heimastjórn á að íþróttahúsið sé vannýtt þar sem iðkendur eru mjög fáir og erfiðlega hefur gengið að fá þjálfara. Heimastjórn áréttar að í aðalskipulagi er gert ráð fyrir fótboltavelli í framtíðinni. Vilji hópur áhugasamra standa að fjármögnun og byggingu á knatthúsi yrði því vel tekið.


2.Umsagnarbeiðni um 349. mál

Málsnúmer 202203007Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Nefndarsviði Alþingis með ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349.mál

Lagt fram til kynningar.

3.Laxeldi á Seyðifirði

Málsnúmer 202101050Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá VÁ! félagi um vernd fjarðar varðandi 10.000 tonna fiskeldi í Seyðisfirði.

Eftirfarandi bókun lögð fram af Berglindi og Ólafi:

Heimastjórn vísar erindi frá VÁ! félagi um vernd fjarðar varðandi Farice-1 sæstrenginn til faglegrar umræðu og afgreiðslu Umhverfis og framkvæmdaráðs.
Heimastjórn fagnar nýafstöðnum upplýsinga- og kynningarfundi á vegum Fiskeldi Austfjarða um áformað fiskeldi í Seyðisfirði.
Gríðarleg atvinnutækifæri fylgja mögulegu eldi sem ekki er hægt að horfa framhjá. Skoða verður af ábyrgð þau tækifæri sem skapast fyrir Seyðisfjörð. Mikilvægt er að Fiskeldi Austfjarða vinni vel með samfélaginu og sinni þeirri nauðsynlegu upplýsingagjöf sem hefur vantað hingað til.

Eftirfarandi bókun er lögð fram af Rúnari:

Rúnar Gunnarsson, fulltrúi heimastjórnar Seyðisfjarðar óskar eftir skýrum svörum með rökstuðningi frá sveitastjórn Múlaþings varðandi þá þætti er snúa að eldissvæðum í Sörlastaðavík og Selstaðavík þar sem það fer ekki saman við þau viðmið sem gilda um helgunarsvæði Farice-1 sæstrengsins og siglingaleiða um fjörðinn samanber álit Skipulagsstofnunar. Ljóst er að helgunarsvæði Farice-1 sæstrengsins er, samkvæmt fjarskiptalögum, mílufjórðungsbelti hvorum megin við strenginn og því lítið svigrúm fyrir uppsetningu eldiskvía og þarf því að tryggja að fjarskiptalög verði ekki brotin.
Samkvæmt umsögn Vegargerðarinnar er ábyrgð á öryggi innan hafnarsvæðis í höndum hafnaryfirvalda og þar með hlutverk hafnarinnar að tryggja að farið sé að lögum.




Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?