Fara í efni

Ósk um samráð um svæðið í heild við Skaga - Girðingar

Málsnúmer 202201171

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 50. fundur - 23.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar. Jafnframt fór framkvæmda- og umhverfismálastjóri yfir kynningu sem hún sótti hjá fyrirtækinu Yggdrasill Carbon sem er nýsköpunarfyrirtæki í sveitarfélaginu sem vinnur að tengingu kolefnisfjármála (carbon finance) við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis úr andrúmslofti.

Málinu er frestað til næsta fundar ráðsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar. Jafnframt fór framkvæmda- og umhverfismálastjóri yfir kynningu sem hún sótti hjá fyrirtækinu Yggdrasill Carbon sem er nýsköpunarfyrirtæki í sveitarfélaginu sem vinnur að tengingu kolefnisfjármála (carbon finance) við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingu kolefnis úr andrúmslofti.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá samningi við Skógræktarfélag Seyðisfjarðar um afnot félagsins af landi í Seyðisfirði til skógræktar. Í samningnum verði, með hliðsjón af því sem fram kemur í erindi félagsins, tekið á fyrirkomulagi girðinga og nauðsynlegs undirbúnings, svo sem fornleifaskráningar svæðisins, kostnaðarskiptingu vegna framangreindra þátta og hagnýtingu þeirrar kolefnisbindingar sem leiðir af skógrækt á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?