Fara í efni

Umsókn um byggingarheimild, spennistöð, Víkurland 17, 765

Málsnúmer 202202001

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47. fundur - 23.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarheimild vegna spennistöðvar að Víkurlandi 17 (L223454). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Djúpavogshrepps þar sem lóðin er innan svæðis sem skilgreint er fyrir þjónustustofnanir. Aðliggjandi svæði er skilgreint sem athafnasvæði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af skilgreindri landnotkun umrædds svæðis í aðalskipulagi samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 24. fundur - 07.03.2022

Fyrir heimastjórn Djúpavogs liggur umsókn um byggingarheimild vegna spennistöðvar að Víkurlandi 17 (L223454). Málið var tekið til afgreiðslu hjá umhverfis- og framkvæmdaráði 23. febrúar 2022 þar sem samþykkt var að falla frá grenndarkynningu með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af skilgreindri landnotkun umrædds svæðis í aðalskipulagi.
Fyrir heimastjórn liggur að staðfesta afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Heimastjórn samþykkir byggingarheimildina.
Getum við bætt efni þessarar síðu?