Fara í efni

Vegagerð á Jökuldalsvegi, Gilsá - Arnórsstaðir, breyting á veglínu

Málsnúmer 202202016

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18. fundur - 07.02.2022

Fyrir liggur erindi frá Sigvalda H. Ragnarssyni og Stefáni Ólasyni, dagsett 1.2. 2022, vegna veglínu um bæjarhlað Arnórsstaða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við umhverfis- og framkvæmdaráð að það taki málið upp í samstarfi við Vegagerðina enda komnar fram veigamiklar athugasemdir staðkunnugra aðila um vegstæði við Arnórsstaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Sigvalda H. Ragnarssyni og Stefáni Ólasyni, dagsett 1.2. 2022, vegna fyrirhugaðrar veglínu um bæjarhlað Arnórsstaða. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar á fundi sínum 7. febrúar 2022.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Vegagerðinni að gera umbeðnar breytingar á veglínunni við bæjarhól á Arnórsstöðum samkvæmt meðfylgjandi gögnum og með vísan til umsagnar Minjastofnunar Íslands. Við framkvæmdina verði haft náið samráði við Minjastofnun vegna vinnu á þessum kafla og tekið tillit til umsagnar stofnunarinnar. Ráðið telur að umbeðin breyting rúmist innan þeirra heimilda sem núgildandi framkvæmdaleyfi veitir.
Málinu, hvað varðar túlkun á áður útgefnu framkvæmdaleyfi, er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 21. fundur - 11.04.2022

Fyrir liggur erindi frá Sigvalda H. Ragnarssyni og Stefáni Ólasyni, dagsett 1.2. 2022, vegna fyrirhugaðrar veglínu um bæjarhlað Arnórsstaða. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs vísaði málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar á fundi sínum 7. febrúar 2022.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 30.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila Vegagerðinni að gera umbeðnar breytingar á veglínunni við bæjarhól á Arnórsstöðum samkvæmt meðfylgjandi gögnum og með vísan til umsagnar Minjastofnunar Íslands. Við framkvæmdina verði haft náið samráði við Minjastofnun vegna vinnu á þessum kafla og tekið tillit til umsagnar stofnunarinnar. Ráðið telur að umbeðin breyting rúmist innan þeirra heimilda sem núgildandi framkvæmdaleyfi veitir.
Málinu, hvað varðar túlkun á áður útgefnu framkvæmdaleyfi, er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?