Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

18. fundur 07. febrúar 2022 kl. 13:00 - 16:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýju máli yrði bætt á fundinn og var það samþykkt samhljóða. Málið er númer 10 á dagskránni.

1.Fyrirspurn um Ánastaði og Jórvík

Málsnúmer 202112058Vakta málsnúmer

Fyrir liggja svör Ríkiseigna, dagsett 31.1. 2022, við spurningum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs vegna málsins. Málið var áður á dagskrá heimastjórnar 11.1. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs áréttar mikilvægi þess að í málum sem þessum sé unnið náið með íbúum svæðisins og sveitarfélögum. Starfsmanni og formanni falið að senda Ríkiseignum viðbrögð við svörum Ríkiseigna frá 31.1. í samræmi við umræður á fundinum. Stefnt er á að málið verði tekið aftur fyrir á næsta fundi heimastjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Listaverk Sölva Aðalbjarnarsonar

Málsnúmer 202112165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ólafi Arasyni varðandi listaverk Sölva Aðalbjarnarsonar. Jafnframt liggur fyrir minnisblað skrifstofustjóra Múlaþings þar sem farið er yfir það ferli sem hafið var varðandi staðsetningu útilistaverka Sölva auk þess að vakin er athygli á reglum er í gildi voru hjá Fljótsdalshéraði og Seyðisfjarðarkaupstað varðandi móttöku listaverka.

Eftirfarandi var bókað á fundi byggðaráðs 18.1. 2022:
Byggðaráð Múlaþings tekur jákvætt í erindi Ólafs Arasonar varðandi það að taka á móti listaverkum Sölva og felur atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings að taka málið til skoðunar í samráði við heimastjórn Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs er sammála byggðaráði um að sveitarfélagið taki á móti listaverkum eftir Sölva Aðalbjarnarson. Við móttöku þeirra verði fylgt reglum Fljótsdalshéraðs um móttöku listaverka. Málið að öðru leyti í vinnslu hjá atvinnu- og menningarstjóra. Málið verði tekið fyrir í heimastjórn þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Á fundinn undir þessum lið mætti Aðalheiður Borgþórsdóttir atvinnu- og menningarstjóri.

3.Vegagerð á Jökuldalsvegi, Gilsá - Arnórsstaðir, breyting á veglínu

Málsnúmer 202202016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sigvalda H. Ragnarssyni og Stefáni Ólasyni, dagsett 1.2. 2022, vegna veglínu um bæjarhlað Arnórsstaða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við umhverfis- og framkvæmdaráð að það taki málið upp í samstarfi við Vegagerðina enda komnar fram veigamiklar athugasemdir staðkunnugra aðila um vegstæði við Arnórsstaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um byggingarheimild, Tjarnarland, bílskúr

Málsnúmer 202201070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform að Tjarnarlandi (L157221). Áformin eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs en ekki er í gildi deiliskipulag. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 26.1. 2022:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að fjarlægð frá næstu nágrönnum er slík að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu. Afgreiðslu málsins er vísað til byggingarfulltrúa að fenginni staðfestingu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og vísar málinu til byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Deiliskipulag, breyting, Egilsstaðir, Votihvammur

Málsnúmer 202106148Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Fljótsdalshéraðs liggja drög að vinnslutillögu vegna breytinga á deiliskipulagi Votahvamms, íbúðasvæði á Egilsstöðum frá árinu 2006. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 2. febrúar 2020 að tillagan yrði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs heimilar að gerð verði breyting á deiliskipulagi Votahvamms, íbúðasvæði á Egilsstöðum frá árinu 2006.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Á fundinni undir þessum lið mætti Sóley Valdimarsdóttir, ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði.

6.Landbótasjóður 2021

Málsnúmer 202102154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar ársreikningur Landbótasjóðs Norður-Héraðs fyrir 2021. Einnig fundargerð sjóðsins frá 6.7. 2021 og 20.1. 2022.

7.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Óbyggðanefnd, dagsettur 26. janúar 2022, þar sem vakin er athygli á að kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum hafi verið birtar á vefsíðu Óbyggðanefndar. Einnig liggur fyrir kröfulýsing ríkisins um þjóðlendumörk á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu að fenginn verði til þess bær aðili til að taka til varna fyrir sveitarfélagið. Auk þess að haldnir verði kynningarfundir í sveitarfélaginu um kröfurnar. Lagt er til að haldinn verði sameiginlegur fundur með öllum heimastjórnunum þar sem farið verði yfir málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skipulags- og byggingamál í Múlaþingi 2021

Málsnúmer 202201100Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar samantekt byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa á fjölda byggingarerinda í Múlaþingi árið 2021. Jafnframt eru lagðar fram til kynningar lykiltölur skipulagsverkefna síðasta árs.

Lagt fram til kynningar.

9.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að húsnæðisáætlun Múlaþings 2022.

Lagt fram til kynningar.

10.Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106Vakta málsnúmer

Eftirfarandi var bókað á fundi sveitarstjórnar 12.1. 2022:
Í samræmi við bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.12.2021, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að skipað verði á ný í starfshóp um Úthéraðsverkefnið í stað Aðalheiðar Bjartar Unnarsdóttur og Ingibjargar Jónsdóttur. Skipað verði í starfshópinn að höfðu samráði við búnaðarfélögin í Hjaltastaðaþinghá, Hróarstungu og Jökulsárhlíð og er heimastórn Fljótsdalshéraðs falin framkvæmd málsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs frestar skipan í hópinn þar til kynningarfundur um verkefnið hefur verið haldinn fyrir íbúa svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?