Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Bragðavellir, tjaldsvæði

Málsnúmer 202202027

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er heimildar til þess að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi á Bragðavöllum í Hamarfirði vegna uppbyggingar tjaldsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og heimilar að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Bragðavalla. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til staðfestingar þegar formleg breytingartillaga liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 25. fundur - 04.04.2022

Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á Bragðavöllum, vegna fyrirhugaðs tjaldstæðis.


Ingi Ragnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Bergþóra Birgissdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Heimastjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við framlögð gögn.
Getum við bætt efni þessarar síðu?