Fara í efni

Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál

Málsnúmer 202202071

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá nefndasviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. mál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að taka saman drög að umsögn sem lögð verði fyrir næsta fund ráðsins til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47. fundur - 23.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá nefndasviði Alþingis tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis, 93. Mál. Einnig liggja fyrir fundinum drög að umsögn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta senda umsögnin á nefndasvið Alþingis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?