Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Mýrar

Málsnúmer 202202087

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Mýra í Skriðdal (L157433). Heildarflatarmál svæðis er 88,2 hektarar en flatarmál gróðursetninga 70,5 hektarar.
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem framkvæmdasvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og því liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar áformanna í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi áform verði grenndarkynnt fyrir eigendum Háaleitis (L224516) og Flögu (L157420).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Mýra í Skriðdal (L157433). Grenndarkynningu áformanna lauk þann 11. maí sl. án athugasemda. Minjaskráningu á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði hefur nú verið skilað inn og liggur fyrir ráðinu að afgreiða umsóknina.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar útgáfu þess með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?