Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

52. fundur 06. apríl 2022 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Sérfræðingar frá Eflu tengjast inn á fundinn og kynna stöðu verkefnis við greiningu vindorkukosta í Múlaþingi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins.

Gestir

  • Árni Veigar Thorarensen - mæting: 10:00
  • Sigmar Metúsalemsson - mæting: 10:00
  • Kristinn Arnar Ormsson - mæting: 10:00
  • Hrafnhildur Brynjólfsdóttir - mæting: 10:00

2.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Farið yfir næstu skref verkefnisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að undirbúa og láta framkvæma endurbyggingu Gamla ríkisins á Seyðisfirði í samræmi við tillögu þá sem meirihluti ráðgjafanefndar um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár á Seyðisfirði, gerði í lokaskýrslu sinni í maí 2021. Tillagan felur í sér að húsið verði byggt upp á lóðinni við Hafnargötu 11 þar sem það er nú, en það verði fært til innan lóðar utar og fjær götu.
Jafnframt beinir ráðið því til byggðarráðs að taka afstöðu til ráðstöfunar hússins, með hliðsjón af samningi sem í gildi er um endurgerð þess milli sveitarfélagsins, ríkisins og Minjaverndar.

Samþykkt samhljóða með handuppréttingu.

3.Leikskóli á suðursvæði Egilsstaða, hugmyndir og staðarval

Málsnúmer 202203167Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um staðarval vegna nýs leikskóla á suðursvæði Egilsstaða. Fyrir fundinum liggur vinnuskjal með nokkrum mögulegum staðsetningum og frumgreiningu á kostum og göllum þeirra.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við fjölskylduráð að tekin verði afstaða til þess hvað geri eigi ráð fyrir stórum leikskóla á svæðinu, sem hefur áhrif á hversu stórri lóð þarf að gera ráð fyrir undir starfsemina og þar með hvaða valkostir koma til greina.

Málið er í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Athugasemd við samþykkt Múlaþings um hundahald

Málsnúmer 202203197Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem athugasemdir eru gerðar við að Múlaþings sé ekki að uppfylla skyldur sínar samkvæmt samþykkt um hundahald í Múlaþingi. Fyrir fundinum liggur minnisblað verkefnisstjóra umhverfismála þar sem farið er yfir þær spurningar sem fram koma í erindinu og svör við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdráð þakkar fram komið erindi og þær ábendingar sem þar koma fram. Ráðið leggur áherslu á að útgáfu leyfisskírteina verði komið í fastar skorður í samræmi við það sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og verkefnisstjóra umhverfismála að svara erindinu að öðru leyti skriflega í samræmi við það sem tilgreint er í fyrirliggjandi minnisblaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044

Málsnúmer 202203183Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsagnarbeiðni frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi við vinnslutillögu að svæðisskipulagi Austurlands ásamt umhverfismatsskýrslu. Erindið var lagt fram til kynningar á síðasta fundi ráðsins. Frestur til að skila athugasemdum við vinnslutillöguna rennur út 21. apríl.

Eftirfarandil tillaga lögð fram:
Formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs er falið að taka saman minnisblað með þeim punktum sem ræddir voru á fundinum og skila inn til svæðisskipulagsnefndar SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Vegagerðinni um að breytingar verði gerðar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Breytingin felur í sér að gert verði ráð fyrir námum vegna fyrirhugaðs Axarvegar í skipulaginu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnum námusvæðum fyrir Axarveg verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Votihvammur

Málsnúmer 202106148Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu á vinnslutillögu deiliskipulagsbreytinga í Votahvammi á Egilsstöðum. Tillagan var kynnt frá 10. - 25. febrúar 2022. Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Votahvamm á Egilsstöðum verði auglýst í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulagsbreyting, Selbrún, Fellabær

Málsnúmer 202111233Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi við Selbrún í Fellabæ. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til tillögunnar og kynningu hennar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga fyrir breytingu á deiliskipulagi fyrir Selbrún í Fellabæ verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulag Norðvestursvæði Egilsstaða breyting Miðvangur 13

Málsnúmer 202109062Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á deiliskipulagi norðvestur svæðis á Egilsstöðum, vegna breytinga á lóðamörkum við Miðvang 13.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Norðvestursvæði á Egilsstöðum verði auglýst í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Austurvegur 32

Málsnúmer 202203182Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra og ytra byrði Austurvegar 32 á Seyðisfirði.
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til áformanna í heild og grenndarkynningar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Austurveg 29, 30 og 34 ásamt Brekkuveg 3, 4 og 5.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Egilssel

Málsnúmer 202202086Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Egilssels (L156985). Heildarflatarmál svæðis er 301,8 hektarar en flatarmál gróðursetninga 182,8 hektarar.
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem framkvæmdasvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og því liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar áformanna í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til lokamálsliðar 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu fyrirhugaðra áforma þar sem ekki er sýnt fram á að þau varði hagsmuni annarra en umsækjanda.

Umsókn um framkvæmdaleyfi verður tekin fyrir að nýju þegar fornleifaskráning liggur fyrir í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Mýrar

Málsnúmer 202202087Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Mýra í Skriðdal (L157433). Heildarflatarmál svæðis er 88,2 hektarar en flatarmál gróðursetninga 70,5 hektarar.
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem framkvæmdasvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og því liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar áformanna í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi áform verði grenndarkynnt fyrir eigendum Háaleitis (L224516) og Flögu (L157420).

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um landskipti, Þrándarstaðir I

Málsnúmer 202203169Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn dagsett 22. mars 2022 um stofnun lóðar úr landi Þrándarstaða 2 (L158106).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um landskipti, Heiðarsel 1

Málsnúmer 202203171Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Heiðarsels (L157153) sem fái heitið Heiðarsel 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um afslátt af gatnagerðargjöldum, Borgarfjörður eystri, Bakkaflöt

Málsnúmer 202111223Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Bakkaflöt á Borgarfirði eystri dagsett 27. mars 2022. Annarsvegar er um að ræða umsókn um breytingu á lóðarhafa þar sem Bakkavegur leigufélag ehf. óskar eftir því að taka við lóðarúthlutuninni.
Hinsvegar óskar lóðarhafi eftir afslætti á gatnagerðar- og byggingarleyfisgjaldi vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni um breytingu á lóðarhafa. Ráðið vísar til fyrri samþykktar sinnar frá 5. janúar sl. þar sem fram kemur að 80% afsláttur sé veittur af gatnagerðargjöldum viðkomandi lóðar. Ráðið synjar beiðni um frekari afslátt af gatnagerðargjöldum eða af byggingarleyfisgjöldum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Skil á lóð, Hamrar 4

Málsnúmer 202203208Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem lóðinni að Hömrum 4 á Egilsstöðum er skilað inn. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þess hvort lóðin verði sett á lista yfir lausar lóðir að nýju.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta færa hana á ný á lista yfir lausar lóðir með sama afslætti og áður hefur verið samþykktur á einbýlishúsalóðum við Hamra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Reglur um rafræna vöktun fyrir Hafnir Múlaþings

Málsnúmer 202203192Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja uppfærðar reglur um rafræna vöktun fyrir Hafnir Múlaþings.
Hafnarvörður Seyðisfjarðarhafnar situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að uppfærðum reglum um rafræna vöktun fyrir Hafnir Múlaþings. Ráðið felur hafnastjóra að tilkynna Persónuvernd um nýjar reglur, sbr. 11. gr. reglna nr. 837/2006 um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Rúnar Gunnarsson - mæting: 08:30

18.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál

Málsnúmer 202203248Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur til umsagnar frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis frumvarp til laga um fjarskipti, 461. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. apríl 2022.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?