Fara í efni

Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Bakkaflöt, Borgarfirði

Málsnúmer 202202089

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46. fundur - 16.02.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Bakkaflöt (L233166) á Borgarfirði eystri. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Sigtúns, Kögurs hf., Ásgarðs og Bakkavegar 1.

Málinu er vísað til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 22. fundur - 06.04.2022

Fyrir heimastjórn liggur umsókn um byggingaráform við Bakkaflöt (L233166) á Borgarfirði eystri. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Umhverfis- og framkvæmdaráð bókaði á fundi sínum 16. febrúar 2022 að áformin yrðu grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt var fyrir eigendum Sigtúns, Kögurs hf., Ásgarðs og Bakkavegar 1. Athugasemdafrestur rann út þann 22. mars síðastliðinn án athugasemda.

Heimastjórn Borgarfjarðar staðfestir að grenndarkynningu er lokið án athugasemda.

Heimastjórn Borgarfjarðar vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að hugað verði að nýrri staðsetningu bílaþvottaplans sem víkur vegna framkvæmdanna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 20. fundur - 19.09.2022

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir þrjú íbúðarhús.

Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.
Getum við bætt efni þessarar síðu?