Fara í efni

Flug milli Egilsstaða og Reykjavíkur

Málsnúmer 202203085

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 20. fundur - 24.03.2022

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs lýsir áhyggjum sínum af þeim skorti á nægu sætaframboði milli Egilsstaða og Reykjavíkur, um Egilsstaðaflugvöll og takmarkaðri flugtíðni undanfarin misseri. Heimastjórnin er á þeirri skoðun að aukið sætaframboð og aukin flugtíðni muni efla ferðaþjónustu og atvinnutækifæri á svæðinu.
Heimastjórnin beinir því til sveitarstjórnar að teknar verði upp viðræður við Icelandair um úrbætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 21. fundur - 11.04.2022

Fyrir liggur tölvupóstur frá Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, þar sem svarað er spurningum heimastjórnar um flug milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Í svarinu kemur m.a. fram að fljótlega megi reikna megi með auknu og stöðugra sætaframboði.
Málið var áður á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 24.3. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar fyrir þær greinargóðar skýringar sem fram koma í tölvupósti forstjóra Icelandair.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 24.03.2022, þar sem m.a. er lýst yfir áhyggjum af skorti á nægu sætaframboði milli Egilsstaða og Reykjavíkur, um Egilsstaðaflugvöll og takmarkaðri flugtíðni undanfarin misseri.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir sem lagði fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Elvar Snær Kristjánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi sætaframboð og flugtíðni á milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Sveitarstjóra er falið að koma þessum áherslum á framfæri við forsvarsaðila flugfélagsins með ósk um fund með sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?