Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

22. fundur 13. apríl 2022 kl. 14:00 - 16:50 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Ársreikningur Múlaþings 2021

Málsnúmer 202204052Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Múlaþings fyrir árið 2021, ásamt endurskoðunarskýrslu frá KPMG.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2021 til seinni umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Lánasamningar 2022

Málsnúmer 202204056Vakta málsnúmer

Fyrir lágu tveir lánssamningar milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Múlaþings sem lántaka auk bókunar frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 05.04.2022, þar sem samþykkt er að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000,-. Annars vegar yrði um að ræða lán að fjárhæð kr. 200.000.000,- með lokagjalddaga 5. apríl 2034 og hins vegar lán að fjárhæð kr. 200.000.000,- með lokagjalddaga 20. febrúar 2039.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu byggðaráðs, dags. 05.04.2022, varðandi lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000,- og að Birni Ingimarssyni sveitarstjóra sé veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita gögn þessu tengt fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.03.2022, þar sem tillögu að breytingu á gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi 2022 er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi 2022. Breytingin er tilkomin vegna breytinga á byggingareglugerð og felst í heimild til gjaldtöku vegna byggingarheimildar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sveitarstjórnar- og heimastjórnakosningar 2022

Málsnúmer 202203245Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 05.04.2022, auk minnisblaðs frá skrifstofustjóra varðandi m.a. áhrif nýrra kosningalaga á skipan kjörstjórna í sveitarfélaginu.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu byggðaráðs Múlaþings, dags. 05.04.2022, varðandi kjörstaði og kjördeildir, yfirkjörstjórn, utankjörfundaatkvæðagreiðslu og kjörstjóra vegna utankjörfundaatkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í undirkjörstjórnir:
Fljótsdalshérað, kjördeild 1:
Aðalmenn:
Lovísa Hreinsdóttir
Eydís Bjarnadóttir
Ingvar Skúlason
Varamenn:
Maríanna Jóhannsdóttir
Brynjar Árnason
Hrafnkell Fannar Magnússon

Fljótsdalshéraðs, kjördeild 2:
Aðalmenn:
Ingibjörg Jónsdóttir
Stefán Þór Hauksson
Agnar Sverrisson
Varamenn:
Baldur Grétarsson
Hlynur Ármansson
Margaret Johnson

Borgarfjörður eystri:
Aðalmenn:
Elísabet D. Sveinsdóttir
Sigurlaug Margrét Bragadóttir
Sigurður Högni Sigurðsson
Varamenn:
Alda Marín Kristinsdóttir
Ragna S. Óskarsdóttir
Irena Boiko

Seyðisfjörður:
Aðalmenn:
Ólafía Stefánsdóttir
Jóhann Grétar Einarsson
Þorkell Helgason
Varamenn:
Auður Brynjarsdóttir
Unnur Óskarsdóttir
Sigríður Heiðdal Friðriksdóttir

Djúpivogur:
Aðalmenn:
Egill Egilsson
Kristrún Gunnarsdóttir
Ólöf Vilbergsdóttir
Varamenn:
Sóley Dögg Birgisdóttir
Unnþór Snæbjörnsson
Magnús Hreinsson

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í undirkjörstjórnir vegna heimastjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði:

Kjördeild 1
Aðalmenn:
Jón Hávarður Jónsson
Inga Rós Unnarsdóttir
Anna Dís Jónsdóttir
Varamenn:
Sigurlaug Jónasdóttir
Guðmundur Sveinsson Kröyer
Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Kjördeild 2
Aðalmenn:
Vignir Elvar Vignisson
Hugborg Hjörleifsdóttir
Arna Soffía Dahl Christiansen
Varamenn:
Sóley Garðarsdóttir
Antoníus Bjarki Halldórsson
Arnar Jón Óskarsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sumarlokun skrifstofanna 2022

Málsnúmer 202203200Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 05.04.2022, varðandi sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs samþykkir sveitarstjórn að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með mánudeginum 4. júlí og til og með mánudeginum 1. ágúst. Skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum verði lokuð frá og með mánudeginum 18. júlí og til og með mánudeginum 1. ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Lóðaleigusamningur og Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 16.03.2022, varðandi breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að breyting verði gerð á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi þess efnis að þegar úthlutun lóðar gengur ekki eftir, lóð er skilað eða úthlutun er afturkölluð í samræmi við ákvæði samþykktarinnar, skulu lóðirnar sjálfkrafa færðar á lista yfir lausar lóðir, hafi þær verið þar við úthlutun, og það tilkynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Ekki verði gert ráð fyrir atbeina umhverfis- og framkvæmdaráðs hvað þetta varðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.04.2022, varðandi breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs. Breytingin felur í sér að gert verði ráð fyrir námum vegna fyrirhugaðs Axarvegar í skipulaginu.

Til máls tóku: Kristjana Sigurðardóttir sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnum námusvæðum fyrir Axarveg verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - Ósk um afstöðu

Málsnúmer 202110002Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 15.03.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að taka afstöðu til þess að gerast stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák hses sem hefur þann tilgang að stuðla að uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs Múlaþings samþykkir sveitarstjórn að sveitarfélagið gerist stofnaðili að húsnæðissjálfseignarstofnuninni Brák hses sem hefur þann tilgang að stuðla að uppbyggingu leiguíbúða á landsbygginni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 05.04.2022, þar sem tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings er vísað til sveitarstjórnar til fyrri umræðu.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Gauti Jóhannesson, Björn Ingimarsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Flug milli Egilsstaða og Reykjavíkur

Málsnúmer 202203085Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 24.03.2022, þar sem m.a. er lýst yfir áhyggjum af skorti á nægu sætaframboði milli Egilsstaða og Reykjavíkur, um Egilsstaðaflugvöll og takmarkaðri flugtíðni undanfarin misseri.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir sem lagði fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Elvar Snær Kristjánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma í bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi sætaframboð og flugtíðni á milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Sveitarstjóra er falið að koma þessum áherslum á framfæri við forsvarsaðila flugfélagsins með ósk um fund með sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Starfsemi Grunnskóla Borgafjarðar 2021-2022

Málsnúmer 202103181Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi starfsemi Grunnskóla Borgarfjarðar auk bókana frá fundum heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 25.03.2021, og fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 27.04.2021.

Til máls tók: Elvar Snær Kristjánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fjölskylduráðs samþykkir sveitarstjórn að í ljósi farsæls samstarfs Grunnskólans á Borgarfirði og Fellaskóla, Fellabæ, verði starfsemin á Borgarfirði starfrækt sem deild frá Fellaskóla. Deildarstjóri hafi með höndum daglega umsjón með deildinni á Borgarfirði og sinni jafnframt kennslu þar. Sveitarstjórn tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar um að ef aðstæður breytast megi ráða skólastjóra við skólann á ný.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Erindisbréf ungmennaráðs

Málsnúmer 202203173Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi ungmennaráðs Múlaþings, dags. 24.03.2022, þar sem lagðar eru til breytingar á erindisbréfi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Afgreiðslu frestað til fundar sveitarstjórnar 11. maí 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

14.Byggðaráð Múlaþings - 47

Málsnúmer 2203007FVakta málsnúmer

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir sem bar fram fyrirspurn undir lið 7, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson.

Lagt fram til kynningar.

15.Byggðaráð Múlaþings - 48

Málsnúmer 2203015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 49

Málsnúmer 2203023FVakta málsnúmer

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir sem bar fram fyrirspurn undir lið 4, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 50

Málsnúmer 2204005FVakta málsnúmer

Til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 49

Málsnúmer 2203010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 50

Málsnúmer 2203016FVakta málsnúmer

Til máls tók: Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51

Málsnúmer 2203021FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar fram fyrirspurn undir lið 6, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir undir lið 4 og 6.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun við 6. lið; Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði (202109040):
Vegna þrengsla og árekstra við skipulagðan aðalveg, framtíðar uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og íbúða aldraðra tel ég rétt að athuga betur hvar sé besta svæði fyrir framtíðaruppbyggingu íþróttasvæðis Hattar með tilliti til heildarsýnar í nýju aðalskipulagi.
Gerð verði forathugun vegna nýs aðalskipulags Múlaþings á mögulegum staðsetningum íþróttasvæðis Hattar á Egilsstöðum. Ekkert liggur á, því uppbygging nýs íþróttasvæðis verður vart á þessum áratug.

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 39

Málsnúmer 2203006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 40

Málsnúmer 2203017FVakta málsnúmer

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir sem bar fram fyrirspurn undir lið 3, Jakob Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 41

Málsnúmer 2203022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 42

Málsnúmer 2203027FVakta málsnúmer

Til máls tók: Elvar Snær Kristjánsson undir lið 3 og 4.
Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Borgarfjarðar - 21

Málsnúmer 2203008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Heimastjórn Borgarfjarðar - 22

Málsnúmer 2204001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 21

Málsnúmer 2203001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 22

Málsnúmer 2203028FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 19

Málsnúmer 2203004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 20

Málsnúmer 2203019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

31.Heimastjórn Djúpavogs - 24

Málsnúmer 2202015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

32.Heimastjórn Djúpavogs - 25

Málsnúmer 2203025FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

33.Ungmennaráð Múlaþings - 13

Málsnúmer 2203012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

34.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.
Elvar Snær Kristjánsson vék af fundi kl. 16.30.

Fundi slitið - kl. 16:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?