Fara í efni

Samningur um menningarstyrk vegna sumarsýninga Ars Longa

Málsnúmer 202203103

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 48. fundur - 22.03.2022

Fyrir lágu drög að samningi Múlaþings við Ars Longa um styrk vegna sumarsýninga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög, með áorðnum breytingum, að samningi um menningarstyrk vegna sumarsýninga Ars Longa þar sem ráð er fyrir þessu gert í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Verkefnastjóra menningarmála Múlaþings er falið að ganga frá samningi á grundvelli fyrirliggjandi draga fyrir árin 2022-2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur samningur um styrk vegna sumarsýninga ARS LONGA 2022-2024 auk lokaskýrslu í Uppbyggingasjóð vegna ARS LONGA samtímalistasafns 2021-2022.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?