Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

68. fundur 22. nóvember 2022 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs til síðari umræðu.

Í vinnslu.

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði til eftirfarandi tillögu:
Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar að lækka greiðslur fyrir nefndarformensku og formensku í heimastjórnum úr 7,5% af þingfarakaupi í 5% til samræmis við greiðslur í öðrum sveitarfélögum.

Samþykkt með einu atkvæði (HHÁ),þrír á móti (BHS,VJ,ÍKH) og einn sat hjá (HÞ)

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Nefndakerfi og launakjör kjörinna fulltrúa í Múlaþingi voru tekin nær óbreytt upp eftir kerfi Norðurþings að öðru leiti en því, að Múlaþing tók upp heimastjórnarkerfið. Svo gerðist það án sérstakrar umræðu í undirbúningsnefnd sameiningarinnar að greiðsla fyrir formennsku í nefndum fór úr 5% af þingfararkaupi í 7,5%. Greiðsla til annars nefndarfólks er 3% af þingfararkaupi. Undirritaður hefur engin dæmi fundið um slíkan mun á greiðslum fyrir nefndarformennsku annars vegar og greiðslum til annars nefndarfólks hins vegar. Algengur munur í öðrum sveitarfélögum er 25% til 67% en í Múlaþingi er hann 150%. Fulltrúar meirihlutans fara með formennsku á 12 af 13 föstum mánaðarlegum fundum svo þessi ofrausn skekkir líka óþarflega mikið afkomu kjörinna meiri- og minnihluta fulltrúa. Hvað réttlætir svo mikið hærri greiðslur fyrir formennsku í nefndum og ráðum Múlaþings miðað við önnur sveitarfélög. Slíkar skýringar hafa fulltrúar meirihlutans aldrei lagt fram þó um hafi verið spurt.

3.Leiguíbúðir í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202208103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á umsögnum heimastjórna og fjölskylduráðs um tillögur varðandi íbúðir í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur fjármálastjóra, framkvæmda- og umhverfismálastjóra, félagsmálastjóra og skrifstofustjóra að uppfæra tillögur varðandi íbúðir í eigu Múlaþings. Við uppfærslu tillagna verði tekið tillit til framkominna athugasemda frá heimastjórnum Borgarfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Er uppfærðar tillögur liggja fyrir verða þær teknar til afgreiðslu í Byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.LungA hátíðin, styrkbeiðni

Málsnúmer 202209164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá framkvæmdastýru LungA vegna LungA hátíðarinnar. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust fulltrúi LungaA hátíðarinnar Björt Sigfinnsdóttir og Sigurður Álfgeir Sigurðarson endurskoðandi og gerðu grein fyrir stöðu mála.

Í vinnslu.

Gestir

  • Björt Sigfinssdóttir og Sigurður Álfgeir Sigurðsson - mæting: 10:00

5.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála og næstu skref varðandi framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli fyrirliggjandi niðurstaðna greiningarvinnu, er unnin var af Eflu fyrir Múlaþing, HEF veitur og Rarik, samþykkir byggðaráð Múlaþings að skipa starfshóp með því markmiði að móta tillögu að framtíðarfyrirkomulagi hitaveitu á Seyðisfirði, tímaáætlun framkvæmdar auk kostnaðargreiningar þar sem fram komi hlutdeild núverandi rekstraraðila, sveitarfélagsins og notenda. Starfshópurinn skal skipaður þannig að þar sitji fjármálastjóri Múlaþings, umhverfis- og framkvæmdamálastjóri Múlaþings, fulltrúi HEF-veitna, fulltrúi tilnefndur af heimastjórn Seyðisfjarðar, fulltrúi tilnefndur af Rarik, auk tveggja kjörinna fulltrúa, einum frá meirihluta og einum frá minnihluta. Öðrum hugmyndum en þeim er koma fram í fyrirliggjandi greiningu, skal vísað til starfshópsins til umfjöllunar. Horft er til þess að starfshópurinn skili niðurstöðum til byggðaráðs í síðasta lagi í lok mars 2023.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá óbyggðanefnd, dagsett 14. nóvember 2022, ásamt gögnum málsins, þ.e. kynningarhefti með öllum kröfulýsingum og erindum sem óbyggðanefnd hafa borist ásamt kröfulínukortum. En óbyggðanefnd hefur haft til meðferðar þjóðlendumál á svæði 11, Austfirði, síðast liðna mánuði. Vakin er athygli á því að kynning á heildarkröfum skv. 12. gr. þjóðlendulaga stendur yfir 15. nóvember til 15. desember 2022 og að frestur til athugasemda sé til 22. desember 2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Útboð tjaldsvæði Seyðisfirði

Málsnúmer 202104066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 27.10.2022, þar sem lagt er til að samningurinn við Landamerki verði framlengdur um eitt ár með viðauka varðandi breytingar vegna úrbótaþarfa. Einnig liggur fyrir minnisblað atvinnu- og menningarmálastjóra varðandi samning Múlaþings við núverandi rekstraraðila Tjaldsvæðis Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu heimastjórnar Seyðisfjarðar og atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings samþykkir byggðaráð að samningur Múlaþings við núverandi rekstraraðila Tjaldsvæðis Seyðisfjarðar verði framlengdur með viðauka um eitt ár. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Reglur um afnot fasteigna Múlaþings, annarra en íbúðahúsnæðis

Málsnúmer 202211069Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum um afnot fasteigna Múlaþings, annarra en íbúðahúsnæðis, auk minnisblaðs frá skrifstofustjóra Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um afnot fasteigna Múlaþings, annarra en íbúðahúsnæðis, og felur skrifstofustjóra að sjá til að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Fundargerðir stjórnar HEF - 2022

Málsnúmer 202201099Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar HEF veitna, dags. 26.10.2022 og 15.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð samráðsnefndar Landsvirkjunar og Múlaþings

Málsnúmer 202211128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar Landsvirkjunar og Múlaþings, dags. 16.11.2022.

Lagt fram til kynningar.

11.Hammondhátíð

Málsnúmer 202210118Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 03.11.2022, varðandi samning um styrk vegna Hammondhátíðar á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að fenginni umsögn heimastjórnar Djúpavogs, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samningi um styrk vegna Hammondhátíðar á Djúpavogi, samþykkir byggðaráð Múlaþings fyrirliggjandi samningsdrög. Verkefnastjóra menningarmála Múlaþings falið að ljúka samningsgerð og sjá til þess að samningur verði virkjaður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Ormsteiti

Málsnúmer 202206091Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 08.11.2022, varðandi samning um styrk vegna Ormsteitis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að fenginni umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samningi um styrk vegna Ormsteitis, samþykkir byggðaráð Múlaþings fyrirliggjandi samningsdrög. Verkefnastjóra menningarmála Múlaþings falið að ljúka samningsgerð og sjá til þess að samnningur verði virkjaður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Samningur um styrk vegna LungA listahátíðar

Málsnúmer 202211122Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur um styrk vegna LungaA listahátíðar fyrir árin 2022-2023 auk lokaskýrslu í Uppbyggingasjóð vegna LungA listahátíðar ungs fólks á árinu 2022.

Lagt fram til kynningar.

14.Samningur um menningarstyrk vegna sumarsýninga Ars Longa

Málsnúmer 202203103Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur um styrk vegna sumarsýninga ARS LONGA 2022-2024 auk lokaskýrslu í Uppbyggingasjóð vegna ARS LONGA samtímalistasafns 2021-2022.

Lagt fram til kynningar.

15.Skýrsla , Samtök orkusveitarfélaga 2020 2022

Málsnúmer 202211071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árin 2020 - 2022.

Lagt fram til kynningar.

16.Samráðsgátt. Breyting á reglugerð nr. 10882012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Drög

Málsnúmer 202110031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu sem hafin er við vinnslu frumvarps um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og styður þær áherslur sem unnið verður samkvæmt er lúta m.a. að betri stuðningi við millistór og fjölkjarna sveitarfélög með flóknar útgjaldaþarfir, hvata til sameiningar sveitarfélaga og einföldun regluverks og aukið gagnsæi. Sveitarstjóra falið að koma umsögninni á framfæri.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingu.

17.Samráðsgátt. Tíðindi, Reglur um íbúa kosningu

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?