Fara í efni

Athugasemd við samþykkt Múlaþings um hundahald

Málsnúmer 202203197

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52. fundur - 06.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dagsett 23. mars 2022 þar sem athugasemdir eru gerðar við að Múlaþings sé ekki að uppfylla skyldur sínar samkvæmt samþykkt um hundahald í Múlaþingi. Fyrir fundinum liggur minnisblað verkefnisstjóra umhverfismála þar sem farið er yfir þær spurningar sem fram koma í erindinu og svör við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdráð þakkar fram komið erindi og þær ábendingar sem þar koma fram. Ráðið leggur áherslu á að útgáfu leyfisskírteina verði komið í fastar skorður í samræmi við það sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og verkefnisstjóra umhverfismála að svara erindinu að öðru leyti skriflega í samræmi við það sem tilgreint er í fyrirliggjandi minnisblaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?