Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Djúpivogur, Borgarland 46-48

Málsnúmer 202203241

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi þar sem parhúsalóð er breytt í raðhúsalóð. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi efsta hluta Borgarlands í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að hún verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir húseigendum við Borgarland 42-44 og Hlíð 15. Málinu vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 26. fundur - 02.05.2022

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Borgarland 46-48.

Breytingin felst í því að í stað parhús á viðkomandi lóð, verði reist þriggja íbúða raðhús. Og stækkun byggingar úr allt að 300m2 í 306 m2

Heimastjórn samþykkir breytinguna, enda liggi fyrir samþykki aðliggjandi lóðarhafa, að Hlíð 15 og Borgarlandi 42 og 44
Getum við bætt efni þessarar síðu?