Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

53. fundur 27. apríl 2022 kl. 08:30 - 11:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Stefán Bogi Sveinsson formaður
 • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
 • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
 • Benedikt V. Warén
Starfsmenn
 • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
 • Sóley Valdimarsdóttir ritari
 • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Lóðaleigusamningur og Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja annars vegar drög að breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi og hins vegar drög að breytingu á grunnleigusamningi um byggingarlóðir. Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði ásamt lögfræðingi sveitarfélagsins sitja fundinn undir þessum lið.

Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins að nýju.

2.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til forsenda við greiningu á vindorkukostum í Múlaþingi. Á 52. fundi ráðsins kynntu fulltrúar Eflu, sem vinna að greiningunni, tillögur að forsendum sem nú liggja fyrir til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að forsendum við greiningu á vindorkukostum í Múlaþingi með eftirfarandi breytingum:
- Í flokki takmarkana falli út hreindýragrið- og friðland þar sem slík svæði er aðeins að finna innan friðlýstra svæða sem áður eru talin upp í flokknum.
- Friðlýst verndarsvæði í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar teljist aðeins í flokki takmarkana sé friðlýsingin gerð vegna vindorkunýtingar, en ekki ef aðeins er friðlýst vatnasvið vegna hugmynda um virkjun fallvatna.
- Náttúrulegur skógur verði færður úr flokki takmarkana og undir áhrifaþætti líkt og önnur svæði sem tilgreind eru í 61. gr. náttúruverndarlaga. Ræktaður skógur verði einnig færður úr flokki takmarkana undir áhrifaþætti og hafi lægri einkunn en náttúrulegur skógur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði dagsett 11. apríl 2022 þar sem fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi er mótmælt. Jafnframt er lögð fram bókun framkvæmdastjórnar HSA, dagsett 3. mars 2022, vegna skipulagslýsingar fyrirhugaðra breytinga sem stofnuninni var send til umsagnar. Kom þar fram að framkvæmdastjórn teldi ekki ástæðu til að gera athugasemd við fyrirliggjandi skipulagsáform.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í tilefni af erindi Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði vill umhverfis- og framkvæmdaráð benda á að núverandi skipulagsskilmálar svæðisins heimila ekki byggingu almennra íbúða á svæðinu, þó þær væru hugsaðar fyrir eldri borgara. Hugmyndir þær sem kynntar voru fyrir ráðinu kalla því á breytingu á skipulaginu.
Að athuguðu máli taldi ráðið ekki unnt að gera ráð fyrir svæði til aukinna umsvifa HSA, nýju íþróttasvæði og nýju íbúðasvæði. Endanleg vinnslutillaga skipulagsins hefur ekki verið tekin fyrir en þar mun í samræmi við fyrri bókun ráðsins verða gert ráð fyrir svæði fyrir heilbrigðisþjónustu annars vegar og íþróttasvæði hins vegar. Ráðið bendir á að innan deiliskipulags miðbæjar eru allmargar lóðir fyrir fjölbýlishús sem henta fyrir íbúðir fyrir eldri borgara, enda nærri þeirri þjónustu sem veitt er eldri borgurum í Hlymsdölum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalskipulagsbreyting, Hellisá og Skuggahlíð, Efnisnámur

Málsnúmer 202204124Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá Vegagerðinni um að tvær efnisnámur verði færðar inn á Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028, við Hellisá og Skuggahlíð. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem umbeðnum námusvæðum verði bætt inn á skipulag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Hammersminni, íbúðabyggð

Málsnúmer 202204121Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Djúpavogs þar sem óskað er eftir því að vinna verði hafin við breytingar á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps þar sem íbúðasvæði við Hammersminni verði stækkað. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir hugmyndir heimastjórnar Djúpavogs um þróun íbúðabyggðar á svæðinu sem um ræðir og felur skipulagsfulltrúa að gera ráð fyrir þeim breytingum sem heimastjórn leggur til við vinnslu tillögu að næstu breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps, eða við gerð nýs aðalskipulags Múlaþings. Deiliskipulag svæðisins verði unnið í kjölfar aðalskipulagsbreytingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag við Melshorn á Egilsstöðum vegna uppsetningar á hreinsivirki. Vinnslutillaga var kynnt frá 10.-26. nóvember 2021 og liggur fyrir samantekt á athugasemdum og umsögnum sem bárust á kynningartíma. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Djúpivogur, Borgarland 46-48

Málsnúmer 202203241Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi þar sem parhúsalóð er breytt í raðhúsalóð. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi efsta hluta Borgarlands í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að hún verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir húseigendum við Borgarland 42-44 og Hlíð 15. Málinu vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulagsbreyting, Hvammar í Fellabæ

Málsnúmer 202201053Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur athugasemd sem barst eftir að athugasemdafresti lauk vegna grenndarkynningar á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ. Jafnframt liggur fyrir ráðinu athugasemd við umsögn um athugasemd sem barst á kynningartíma breytinganna. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fram komna athugasemd við grenndarkynningu, en telur sér ekki fært að bregðast við henni þar sem hún kom fram eftir að frestur rann út og afgreiðslu annarra athugasemda er lokið.
Vegna fram kominnar athugasemdar við umsögn ráðsins við athugasemd við grenndarkynningu vísar ráðið alfarið á bug þeim ávirðingum sem þar eru settar fram en felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdinni efnislega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulag, óveruleg breyting, Sæbakki, Borgarfjörður

Málsnúmer 202108004Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um óverulega breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Sæbakka á Borgarfirði. Breytingin var grenndarkynnt í samræmi við ákvörðun ráðsins frá 26. janúar sl. frá 2. febrúar til 3. mars 2022 og engar athugasemdir gerðar. Brugðist var við ábendingum í umsögn Minjastofnunar Íslands og liggja uppfærð skipulagsgögn fyrir ráðinu. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Sæbakka á Borgarfirði og vísar málinu til heimastjórnar Borgarfjarðar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um byggingaráform, umfangsflokkur 2, Borgarland 12

Málsnúmer 202204129Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um heimild til að byggja viðbyggingu utan byggingarreits við einbýlishús að Borgarlandi 12 á Djúpavogi eins og sýnt er á meðfylgjandi gögnum. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og einnig, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu er vísað til heimastjórnar Djúpavogs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Dalsel 1-5

Málsnúmer 202203058Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Dalsel 1-5 á Egilsstöðum. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð, Hamrar 14

Málsnúmer 202204206Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð að Hömrum 14 á Egilsstöðum dagsett 25. apríl 2022. Í umsókninni er jafnframt óskað eftir heimild til að staðsetja byggingu um 3 metra út fyrir suðausturhorn byggingarreits eins og sýnt er á meðfylgjandi gögnum. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar. Ráðið samþykkir jafnframt með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um stofnun lóðar við Árstíg, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202204123Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um að stofnuð verði ný lóð við Árstíg á Seyðisfirði. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess að umrætt svæði er skilgreint sem íbúðasvæði samkvæmt gildandi aðalskipulagi felur umhverfis- og framkvæmdaráð skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á stofnun byggingarlóða yst við Árstíg og leggja í framhaldi tillögu fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Afsláttur á gatnagerðargjöldum v. uppbyggingu atvinnushúnæða

Málsnúmer 202203259Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn frá lóðarhöfum Lónsleiru 3 á Seyðisfirði um afstöðu sveitarfélagsins til þess að veita afslátt af gatnagerðargjöldum við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Seyðisfirði. Málið var tekið fyrir á fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar þann 4. apríl sl. þar sem málinu var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki skynsamlegt, með hliðsjón af jafnræðissjónarmiðum, að veita afslátt af gatnagerðargjöldum vegna lóða fyrir atvinnuhúsnæði. Slíkur afsláttur verður auk þess að jafnaði ekki veittur nema með setningu almennra reglna um afslátt af sambærilegum lóðum. Ráðið bendir þó á að sveitarfélagið getur komið að einstökum verkefnum með öðrum hætti, svo sem með styrkveitingum eða annarskonar stuðningi sem almennt er á forræði byggðarráðs að fjalla um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um breytingu á staðfangi, Sunnufell 1

Málsnúmer 202204120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir breytingu á staðfangi þar sem hús við Sunnufell 1 í Fellabæ fái heitið Brúarland að nýju. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð sér sér ekki fært að samþykkja erindi umsækjanda vegna þeirra viðmiða sem Þjóðskrá hefur um skráningu staðfanga í þéttbýli. Ráðið bendir þó á að mögulegt er að skrá sérheiti (Brúarland) til viðbótar við staðfang (Sunnufell 1) sé þess óskað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Framkvæmdir við Borgarfjarðarhöfn

Málsnúmer 202204125Vakta málsnúmer

Niðurstöður útboðs vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Borgarfjarðarhöfn lagðar fram til kynningar.

17.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2022

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Fundargerð 167. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

18.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð 443. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

19.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsett 30. mars 2022 lögð fram til kynningar.

20.Byggingarnefnd nýs leikskóla í Fellabæ

Málsnúmer 202010479Vakta málsnúmer

Fundargerð frá fundi byggingarnefndar nýs leikskóla í Fellabæ frá 28. október 2021 lögð fram til kynningar.

21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 17

Málsnúmer 2204014FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 17. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Múlaþings lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?