Fara í efni

Sveitarstjórnar- og heimastjórnakosningar 2022

Málsnúmer 202203245

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 49. fundur - 05.04.2022

Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi m.a. áhrif nýrra kosningalaga á skipan kjörstjórna í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:

Kjörstaðir og kjördeildir
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að kjörstaðir vegna sveitarstjórnar og heimastjórnarkosninga í Múlaþingi 14. maí 2022 verði eftirfarandi:
Borgarfjörður eystri: Hreppstofan Borgarfirði.
Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi.
Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum.
Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði.

Jafnframt samþykkir byggðaráð að kjördeildir við sveitarstjórnarkosningarnar og heimastjórnarkosningarnar verða fimm talsins, þar af tvær á Fljótsdalshéraði. Kjördeildirnar á Fljótsdalshéraði skiptast þannig: Í kjördeild nr. 1 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur, hverra nöfn byrja á bókstafnum A til og með bókstafnum R. Í kjördeild 2 verða íbúar á Egilsstöðum sem búa við götur hverra nöfn byrja á bókstafnum S til Ö, íbúar í Fellabæ, Eiðum og Hallormsstað og íbúar í dreifbýli á Fljótsdalshéraði.

Yfirkjörstjórn
Til að fullmanna kjörstjórnir vegna hæfisreglu 18. greinar nýrra kosningalaga, og vegna heimastjórnarkosninga samþykkir byggðaráð Múlaþings skipun í kjörstjórnir.
Tveir fulltrúar í yfirkjörstjórn Múlaþings. Sem aðalmaður Hlynur Jónsson. Sem varamaður Ólöf Ólafsdóttir.
Aðrir í yfirkjörstjórn eru áfram sem aðalmenn þau Þórunn Hálfdánardóttir, Björn Aðalsteinsson og sem varamenn þau Ásdís Þórðardóttir og Guðni Sigmundsson.

Utankjörfundaatkvæðagreiðsla
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því við sýslumann að hægt verði að kjósa í skrifstofum sveitarfélagsins á Borgarfirði eystra og Djúpavogi á opnunartíma skrifstofanna, frá og með 25. apríl til og með 13. maí.

Kjörstjórar vegna utankjörfundaatkvæðagreiðslu
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir því við sýslumann að kjörstjórar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslna verði Jón Þórðarson á Borgarfirði eystri og Eva Björk Hlöðversdóttir og Þórhildur Katrín Stefánsdóttir á Djúpavogi.
Byggðaráð vísar framangreindum afgreiðslum til sveitarstjórnar Múlaþings til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 05.04.2022, auk minnisblaðs frá skrifstofustjóra varðandi m.a. áhrif nýrra kosningalaga á skipan kjörstjórna í sveitarfélaginu.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu byggðaráðs Múlaþings, dags. 05.04.2022, varðandi kjörstaði og kjördeildir, yfirkjörstjórn, utankjörfundaatkvæðagreiðslu og kjörstjóra vegna utankjörfundaatkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í undirkjörstjórnir:
Fljótsdalshérað, kjördeild 1:
Aðalmenn:
Lovísa Hreinsdóttir
Eydís Bjarnadóttir
Ingvar Skúlason
Varamenn:
Maríanna Jóhannsdóttir
Brynjar Árnason
Hrafnkell Fannar Magnússon

Fljótsdalshéraðs, kjördeild 2:
Aðalmenn:
Ingibjörg Jónsdóttir
Stefán Þór Hauksson
Agnar Sverrisson
Varamenn:
Baldur Grétarsson
Hlynur Ármansson
Margaret Johnson

Borgarfjörður eystri:
Aðalmenn:
Elísabet D. Sveinsdóttir
Sigurlaug Margrét Bragadóttir
Sigurður Högni Sigurðsson
Varamenn:
Alda Marín Kristinsdóttir
Ragna S. Óskarsdóttir
Irena Boiko

Seyðisfjörður:
Aðalmenn:
Ólafía Stefánsdóttir
Jóhann Grétar Einarsson
Þorkell Helgason
Varamenn:
Auður Brynjarsdóttir
Unnur Óskarsdóttir
Sigríður Heiðdal Friðriksdóttir

Djúpivogur:
Aðalmenn:
Egill Egilsson
Kristrún Gunnarsdóttir
Ólöf Vilbergsdóttir
Varamenn:
Sóley Dögg Birgisdóttir
Unnþór Snæbjörnsson
Magnús Hreinsson

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í undirkjörstjórnir vegna heimastjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði:

Kjördeild 1
Aðalmenn:
Jón Hávarður Jónsson
Inga Rós Unnarsdóttir
Anna Dís Jónsdóttir
Varamenn:
Sigurlaug Jónasdóttir
Guðmundur Sveinsson Kröyer
Elsa Guðný Björgvinsdóttir

Kjördeild 2
Aðalmenn:
Vignir Elvar Vignisson
Hugborg Hjörleifsdóttir
Arna Soffía Dahl Christiansen
Varamenn:
Sóley Garðarsdóttir
Antoníus Bjarki Halldórsson
Arnar Jón Óskarsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá tillaga um skipan fulltrúa í kjörstjórn á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði vegna forfalla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Guðný B. Kjartansdóttir verði skipuð varamaður í kjördeild 1 vegna heimastjórnar á Fljótsdalshéraði í stað Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur og að Guðjón Már Jónsson verði skipaður varamaður í kjörstjórn á Seyðisfirði, í stað Sigríðar Heiðdal Friðriksdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?