Fara í efni

Afsláttur á gatnagerðargjöldum v. uppbyggingu atvinnushúnæða

Málsnúmer 202203259

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 22. fundur - 04.04.2022

Fyrir fundinum lá erindi frá Hönnu Christel og Elvari Má Kjartanssyni þar sem þau óskuðu eftir því að kannað yrði hvort það mætti búa til hvata í formi afslátta á gatnagerðargjöldum við uppbyggingu atvinnuhúsnæða þar sem mikill skortur er á atvinnuhúsnæði á öruggu svæði gagnvart ofanflóðum á Seyðisfirði.

Í kjölfar skriðufalla er mikill skortur á atvinnuhúsnæði á Seyðisfirði og mikilvægt að bregðast við með hvetjandi aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðargjöldum. Heimastjórn Seyðisfjarðar óskar eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð vinni erindið áfram og undirbúi tillögu fyrir sveitastjórn til afgreiðslu. Starfmanni falið að fylgja málinu eftir.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn frá lóðarhöfum Lónsleiru 3 á Seyðisfirði um afstöðu sveitarfélagsins til þess að veita afslátt af gatnagerðargjöldum við uppbyggingu atvinnuhúsnæðis á Seyðisfirði. Málið var tekið fyrir á fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar þann 4. apríl sl. þar sem málinu var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki skynsamlegt, með hliðsjón af jafnræðissjónarmiðum, að veita afslátt af gatnagerðargjöldum vegna lóða fyrir atvinnuhúsnæði. Slíkur afsláttur verður auk þess að jafnaði ekki veittur nema með setningu almennra reglna um afslátt af sambærilegum lóðum. Ráðið bendir þó á að sveitarfélagið getur komið að einstökum verkefnum með öðrum hætti, svo sem með styrkveitingum eða annarskonar stuðningi sem almennt er á forræði byggðarráðs að fjalla um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?