Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

22. fundur 04. apríl 2022 kl. 09:00 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Erindi frá NAUST til heimastjórna Múlaþings vegna náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202203112Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá NAUST - Náttúruverndanefnd Seyðisfjarðar þar sem NAUST kallar m.a. eftir upplýsingum um störf náttúruverndarnefndar Seyðisfjarðar sem skipuð er í samræmi við 14. grein laga um náttúruvernd 60/2013.

Heimastjórn Seyðisfjarðar felur starfmanni að undirbúa drög að svörum við erindi Náttúruverndarsamtaka Austurland í samvinnu við skrifstofustjóra Múlaþings og leggja fyrir heimastjórn.

2.Matjurtagarður

Málsnúmer 202203106Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Ingva Erni þar sem óskað var eftir svæði við Vesturveg á Seyðisfirði til leigu fyrir Matjurtagarða.

Heimastjórn tekur vel í erindið og beinir því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs að skoða tilgreint svæði hvort mögulegt sé að nýta það, annars finna annan stað innan Seyðisfjarðar fyrir matjurtagarða. Heimastjórn vekur athygli á því að skoðað verði hvort í gildi sé nýtingaréttur (heynytjar) á tilgreindu landi.

3.Afsláttur á gatnagerðargjöldum v. uppbyggingu atvinnushúnæða

Málsnúmer 202203259Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Hönnu Christel og Elvari Má Kjartanssyni þar sem þau óskuðu eftir því að kannað yrði hvort það mætti búa til hvata í formi afslátta á gatnagerðargjöldum við uppbyggingu atvinnuhúsnæða þar sem mikill skortur er á atvinnuhúsnæði á öruggu svæði gagnvart ofanflóðum á Seyðisfirði.

Í kjölfar skriðufalla er mikill skortur á atvinnuhúsnæði á Seyðisfirði og mikilvægt að bregðast við með hvetjandi aðgerðum eins og afslætti á gatnagerðargjöldum. Heimastjórn Seyðisfjarðar óskar eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð vinni erindið áfram og undirbúi tillögu fyrir sveitastjórn til afgreiðslu. Starfmanni falið að fylgja málinu eftir.

4.Þjónustusamningur við Austurbrú vegna atvinnumála á Seyðisfirði 2021

Málsnúmer 202102097Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir rekstur þjónustusamnings við Austurbrú lagður fram.

Lagt fram til kynningar.

5.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Hafnarsvæði

Málsnúmer 202106009Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi Múlaþings og fór yfir fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir við Seyðisfjarðarhöfn. Heimastjórn þakkar Sigurði fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð yfir fyrirhugaða stækkun á Strandarbakka og útfærslu á nýrri smábátahöfn.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:00

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?