Fara í efni

Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2023

Málsnúmer 202204009

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 44. fundur - 03.05.2022

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi ramma fjárhagsáætlunar fyrir 2023.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 53. fundur - 18.10.2022

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun málaflokksins fyrir árið 2023.

Samþykkt samhljóða með atkvæðagreiðslu.

Minnihluti lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Austurlista, VG og Miðflokks í fjölskylduráði lýsa yfir vonbrigðum með að ekki sé sýnd viðleitni til að hækka frístundastyrk í Múlaþingi líkt og fyrirheit voru gefin um bæði í kosningabaráttu og í meirihlutasáttmála Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Meirihluti lagði fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsstaða sveitarfélagsins leyfir ekki hækkun tómstundaframlags að þessu sinni nema með niðurskurði á öðrum liðum, sem við teljum ekki réttlætanlegt. Málefnasamningur meirihlutans segir til um að stefnan sé að hækka frístundastyrkinn á kjörtímabilinu, forsendur fyrir því að fylgja því eftir eru ekki breyttar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?