Fara í efni

Lánasamningar 2022

Málsnúmer 202204056

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 22. fundur - 13.04.2022

Fyrir lágu tveir lánssamningar milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Múlaþings sem lántaka auk bókunar frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 05.04.2022, þar sem samþykkt er að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000,-. Annars vegar yrði um að ræða lán að fjárhæð kr. 200.000.000,- með lokagjalddaga 5. apríl 2034 og hins vegar lán að fjárhæð kr. 200.000.000,- með lokagjalddaga 20. febrúar 2039.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu byggðaráðs, dags. 05.04.2022, varðandi lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000,- og að Birni Ingimarssyni sveitarstjóra sé veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita gögn þessu tengt fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?