Fara í efni

Reglur Múlaþings um garðslátt 2022

Málsnúmer 202204061

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 44. fundur - 03.05.2022

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um garðslátt sumarið 2022 hjá Múlaþingi.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að reglum um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Múlaþingi sumarið 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um garðslátt í Múlaþingi fyrir árið 2022 og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, varðandi reglur um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Múlaþingi sumarið 2022.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi reglur um garðslátt í Múlaþingi fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?