Fara í efni

Tjaldstæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi

Málsnúmer 202204175

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggur erindi frá Benedikt V. Waren þar sem fram koma tillögur er varða tjaldsvæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi.

Heimastjórnin þakkar góðar ábendingar og er sammála um að þörf er á lagfæringu á stæðum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum og öðrum tjaldstæðum á vegum sveitarfélagsins. Heimastjórnin vísar málinu til afgreiðslu til byggðaráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 9. maí 2022, varðandi erindi frá Benedikt V. Waren þar sem fram koma tillögur er varða tjaldsvæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi ábendingum varðandi tjaldsvæði í Múlaþingi til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Benedikt V. Waren þar sem fram koma tillögur er varða tjaldsvæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá byggðaráði og umhverfis- og framkvæmdaráði af heimastjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 9. maí 2022. Heimastjórn þakkaði góðar ábendingar og var sammála um að þörf væri á lagfæringu á stæðum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum og öðrum tjaldstæðum á vegum sveitarfélagsins. Byggðaráð tók erindið fyrir á fundi þann 14. júní þar sem því var vísað til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til frekari úrvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skoða fyrirliggjandi hugmyndir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?