Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

53. fundur 14. júní 2022 kl. 08:30 - 10:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fundir Byggðaráð

Málsnúmer 202010473Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fyrirkomulagi funda sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings til loka desember 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fastur fundartími byggðaráðs verði á þriðjudögum þrisvar í mánuði. Ekki verði fundað í byggðaráði í sömu viku og sveitarstjórn fundar og í júlí og desember verði haldnir einn til tveir fundir.

Samþykkt samhjóða án atkvæðagreiðslu

3.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi sveitarstjórnar, dags. 3. júní 2022, þar sem því er beint til byggðaráðs að tilnefna fyrir hönd sveitarfélagsins tvo fulltrúa í Hvatasjóð Seyðisfjarðar. Einnig liggur fyrir að boða þarf hluthafafund í HEF-veitum til að skipa fulltrúa í nýja stjórn félagsins samkvæmt afgreiðslu sveitarstjórnar, dags. 3. júní 2022.

Eftirfarandi tillögur lagðar fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Berglind Harpa Svavarsdóttir sem fulltrúi meirihluta og Eyþór Stefánsson sem fulltrúi minnihluta taki sæti í stjórn Hvatasjóðs Seyðisfjarðar í stað þeirra Gauta Jóhannessonar og Stefáns Boga Sveinssonar.

Byggðaráð Múlaþings beinir því til stjórnar HEF-veitna að boða til hluthafafundar þar sem ný stjórn félagsins verði skipuð. Sveitarstjóra er veitt umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fyrirhuguðum hluthafafundi HEF-veitna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

4.Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

Málsnúmer 202206013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur til við sveitarstjórn að byggðaráði verði falið að gera tillögur um hvernig við ályktun stjórnar FA verði brugðist samhliða vinnu við lokafrágang fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Legg til að Múlaþing leiti samstarfs við FA um lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði með hvatakerfi sem laðar fleiri atvinnufyrirtæki og starfsfólk þeirra til sveitarfélagsins sem mætti vega upp tekjutap sveitarfélagsins af fasteignagjöldum og framlögum úr jöfnunarsjóða sveitarfélaga.
Möo: Lækkun gjalda mætt með auknum fjölda greiðenda.

5.Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu

Málsnúmer 202205450Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar þar sem vakin er athygli á því að dómsmálaráðuneyti hafi birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingu á kosningalögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að óska eftir umsögn formanns yfirkjörstjórnar Múlaþings varðandi áform um breytingu á kosningalögum. Málið verður tekið fyrir á ný á fundi byggðaráðs 21. júní nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

6.Uppbygging Brákar hses á íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202206050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá formanni stjórnar Brákar hses þar sem fram kemur að Brák hses og Bæjartún íbúðarfélag hafa náð samkomulagi um yfirtöku Brákar á verkefnum Bæjartúns á Seyðisfirði og í Fellabæ m.a. Óskað er eftir samþykki Múlaþings á yfirfærslu umræddra verkefna. Einnig liggur fyrir samþykki sveitarstjóra á yfirfærslunni, dags. 3.júní 2022, með fyrirvara um samþykki byggðaráðs Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fyrirhuguð framkvæmdaverkefni í Selbrún í Fellabæ og bygging íbúðakjarna á Seyðisfirði, sem Bæjartún hses hefur aðkomu að, færist yfir til Brákar hses.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

7.Fjallskil í Múlaþingi

Málsnúmer 202205074Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 9.5. 2022 var eftirfarandi bókað:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að verkefnastjóra umhverfismála verði falið að boða alla fjallskilastjóra til sameiginlegs fundar með fulltrúum heimastjórna um fyrirkomulag fjallskila í Múlaþingi. Miðað verði við að fundurinn verði haldinn fyrir sumarleyfi sveitarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi fjallskilamál á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og formann umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

8.Sorphirða í dreifbýli Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202205072Vakta málsnúmer

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 9.5. 2022 var eftirfarandi bókað:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að yfirfara stöðuna vegna frávika við sorphirðu og fylgja eftir gildandi verklýsingu vegna sorphirðu í dreifbýli.

Heimastjórn vekur athygli á því að mikilvægt er að sveitarfélagið efli upplýsingagjöf um frávik vegna sorphirðu og komi þeim skilaboðum jafnóðum og í tíma til íbúa sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi sorphirðu á framfæri við framkvæmda- og umhverfismálastjóra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

9.Viðhald á húseignum við Brúarásskóla

Málsnúmer 202205035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 9. maí 2022, þar sem erindi frá Foreldrafélagi Brúarásskóla, dagsett 2.5. 2022, er vísað til byggðaráðs m.a.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa ábendingum foreldrafélags Brúarásskóla til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Tjaldstæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi

Málsnúmer 202204175Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 9. maí 2022, varðandi erindi frá Benedikt V. Waren þar sem fram koma tillögur er varða tjaldsvæðið á Egilsstöðum og í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi ábendingum varðandi tjaldsvæði í Múlaþingi til framkvæmda- og umhverfismálastjóra til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

11.Flugdagur á Egilsstöðum 24.07. 2022

Málsnúmer 202205079Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fyrirkomulag og dagskrá flugdags á Egilsstöðum sem fyrirhugaður er sunnudaginn 24. júlí nk. Einnig liggur fyrir umsögn skrifstofustjóra Múlaþings þar sem, fyrir hönd Múlaþings, er ekki gerð athugasemd við umrædd áform enda verði farið að lögum og reglum.

Lagt fram til kynningar.

12.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum, dags. 27. maí 2022.

Lagt fram til kynningar.

13.Ósk um breytingu á staðarmörkum Múlaþings - Núpi Berufirði

Málsnúmer 202204219Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsögn lögfræðings varðandi erindi landeigenda að Núpi í Berufirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma því á framfæri við eiganda Núps að til staðar sé, af hálfu sveitarfélagsins, vilji til liðveislu við eflingu á starfsemi Núps. Sveitarfélagið sé tilbúið til að aðstoða í samskiptum við Ríkiseignir varðandi möguleg kaup eða leigu hluta lands úr landi Streitis. Byggðaráð sér ekki forsendur fyrir því að fara í að breyta sveitarfélagamörkum vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

14.Húsnæði sveitarfélaganna Múlaþings og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað - Fjósakambur 8b

Málsnúmer 202205046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur verðmat á umræddri eign.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundinum og leggja málið fyrir á ný er niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

15.Aðalfundur stjórnar Minjasafns Austurlands

Málsnúmer 202104162Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn frá aðalfundi stjórnar Minjasafns Austurlands er fram fór 3. maí 2022.

Lagt fram til kynningar

16.Skógardagurinn mikli 2022 - styrkbeiðni

Málsnúmer 202205391Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf dagsett 18. maí 2022, frá Heiðveigu Agnesi Helgadóttur, fh. aðstandenda Skógardagsins, þar sem óskað er eftir styrk vegna Skógardagsins mikla 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarmálastjóra samþykkir Byggðaráð Múlaþings að Skógardagurinn mikli 2022 verði styrktur um kr. 500.000,- sem verði tekið af lið 13810.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

17.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.

Málsnúmer 202205351Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Umsagnarfrestur var til og með 8. júní 2022.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Getum við bætt efni þessarar síðu?