Fara í efni

Skóladagatöl grunnskóla 2022-2023

Málsnúmer 202204193

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 43. fundur - 26.04.2022

Ásgrímur Ingi Arngrímsson, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti tillögu að skóladagatali skólans fyrir skólaárið 2022-2023 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki, en eftir er að leggja það fyrir skólaráð.

Anna Birna Einarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla, kynnti tillögu að skóladagatölum Fellaskóla og Grunnskólans á Borgarfirði eystri fyrir skólaárið 2022-2023 og forsendur þeirra. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og skólaráði.

Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, kynnti tillögu að skóladagatali skólans fyrir skólaárið 2022-2023 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og skólaráði og fær afgreiðslu á næsta fundi skólaráðs.

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti tillögu að skóladagatali Egilsstaðaskóla fyrir skólaárið 2022-2023 og forsendur þess. Skóladagatalið hefur verið kynnt fyrir starfsfólki og hefur verið samþykkt af skólaráði.

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að skóladagatölum grunnskólanna 2022-2023 með fyrirvara um samþykki starfsfólks og skólaráðs þar sem það liggur ekki fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 44. fundur - 03.05.2022

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög af skóladagatali Djúpavogsskóla 2022-2023.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?