Fara í efni

Erindi frá foreldrum - Allir með!

Málsnúmer 202204200

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 44. fundur - 03.05.2022

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá nokkrum foreldrum þess efnis að óskað er eftir að fjölskylduráð afturkalli styrk til íþróttafélagsins Hattar vegna verkefnisins Allir með.

Fjölskylduráð fékk kynningu á verkefninu á síðasta ári og taldi það vera til framþróunar og eflingar á íþróttastarfi barna á Fljótsdalshéraði. Samþykkt var að gera ráð fyrir 6.000.000 kr. í fjárhagsáætlun fyrir 2022 vegna verkefnisins. Eina breytingin á verkefninu eins og það var kynnt fyrir ráðinu er að gert er ráð fyrir að það nái til barna í 1. og 2. bekk í stað 1.- 4. bekkjar. Ráðgert er að Austubrú stýri mati á verkefninu eftir fyrsta vetur þess í framkvæmd, þ.e. á næsta ári.

Fjölskylduráð telur ekki forsendur til að draga styrkveitinguna til baka og styður aðalstjórn Hattar í sínum áformum með verkefnið Allir með. Ráðið vísar jafnframt á aðalstjórn Hattar sem leiðir og stýrir verkefninu vegna fyrirspurna.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?