Fara í efni

Umsókn um lóð, Hamrar 14

Málsnúmer 202204206

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóð að Hömrum 14 á Egilsstöðum dagsett 25. apríl 2022. Í umsókninni er jafnframt óskað eftir heimild til að staðsetja byggingu um 3 metra út fyrir suðausturhorn byggingarreits eins og sýnt er á meðfylgjandi gögnum. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar. Ráðið samþykkir jafnframt með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?