Fara í efni

Ósk um breytingu á staðarmörkum Múlaþings - Núpi Berufirði

Málsnúmer 202204219

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 52. fundur - 03.05.2022

Fyrir lá erindi varðandi breytingu á staðarmörkum jarðar innan Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að óska eftir umsögn lögfræðings sveitarfélagsins varðandi erindi landeigenda að Núpi í Berufirði. Er umrædd umsögn liggur fyrir verður málið tekið fyrir í byggðaráði að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggur umsögn lögfræðings varðandi erindi landeigenda að Núpi í Berufirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að koma því á framfæri við eiganda Núps að til staðar sé, af hálfu sveitarfélagsins, vilji til liðveislu við eflingu á starfsemi Núps. Sveitarfélagið sé tilbúið til að aðstoða í samskiptum við Ríkiseignir varðandi möguleg kaup eða leigu hluta lands úr landi Streitis. Byggðaráð sér ekki forsendur fyrir því að fara í að breyta sveitarfélagamörkum vegna þessa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu
Getum við bætt efni þessarar síðu?