Fara í efni

Innsent erindi, Verndarsvæði í byggð á Djúpavogi

Málsnúmer 202204241

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá fasteignaeigendum að Dölum og Bjargi á Djúpavogi þar sem þeir segja sig úr þátttöku í verkefninu Verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa erindinu til nýrrar sveitarstjórnar til umfjöllunar með vísan til afgreiðslu ráðsins undir lið 2.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá erindi frá fasteignaeigendum í Dölum og Bjargi á Djúpavogi þar sem viðkomandi segja sig úr verkefninu Verndarsvæði í byggð. Jafnframt lá fyrir bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, varðandi umrætt erindi.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir að vísa erindinu til nýrrar sveitarstjórnar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Fyrir liggur erindi frá fasteignaeigendum að Dölum og Bjargi á Djúpavogi varðandi verkefnið Verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu undir dagskrárlið nr. 11 beinir sveitarstjórn Múlaþings erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?