Fara í efni

Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi 2022

Málsnúmer 202205045

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Fyrir lá bókun svæðisskipulagsnefndar, dags. 28.04.2022, ásamt tillögu að svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsso, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að tillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 verði auglýst í samræmi við 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, að teknu tilliti til niðurstaðna svæðisskipulagsnefndar Austurlands á fundi hennar 28.04.2022 og að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga.

Samþykkt með handauppréttingu en einn sat hjá (ÞJ) og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 og tilheyrandi umhverfismatsskýrsla, ásamt fundargerð svæðisskipulagsnefndar dags. 2.9.2022. Fundargerðinni fylgir minnisblað þar sem nefndin svarar athugasemdum sem bárust við svæðisskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu sem auglýstar voru skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda nr. 111/2021, þann 7.7.2022. Í fundargerðinni leggur svæðisskipulagsnefnd til að sveitarstjórnir á Austurlandi samþykki svæðisskipulagstillöguna með þeim lagfæringum sem lýst er í fylgiskjali fundargerðar og færðar hafa verið inn í svæðisskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason. Þröstur Jónsson var víttur tvisvar og lagði forseti til að hann yrði sviftur málfrelsi undir þessum lið en kláraði ekki afgreiðslu þeirrar tillögu þar sem Þröstur vék úr pontu

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagða tillögu að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 og tilheyrandi umhverfismatsskýrslu, með vísan í 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga og 16. gr. laga um umhverfismat áætlana. Jafnframt felur sveitarstjórn svæðiskipulagsnefnd að vinna málið áfram í samræmi við fyrirmæli 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þröstur Jónsson bað um orðið til að gera athugasemd við fundastjórn forseta.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn.
Getum við bætt efni þessarar síðu?