Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

27. fundur 14. september 2022 kl. 14:00 - 19:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ásta Tryggvadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Aðalskipulag Múlaþings

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er vinna við gerð nýs aðalskipulags fyrir Múlaþing.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Vilhjálmur Jónsson og Þröstur Jónsson sem gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdaráði að láta hefja vinnu við gerð nýs aðalskipulags fyrir Múlaþing. Gera þarf ráð fyrir fjármagni til verkefnisins í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 sem og í þriggja ára áætlun fyrir árin 2024 til 2026.

Samþykkt með 10 atkv. einn sat hjá (ÞJ)

2.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Við upphaf liðar vakti forseti athygli á mögulegu vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa Þrastar Jónssonar.

Til máls um mögulegt vanhæfi tóku: Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson með andsvar

Vanhæfi Þrastar Jónssonar samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Bæði lögfræðiálit sveitarstjórnar eru loðin og taka ekki afgerandi afstöðu til vanhæfis míns.
Álit lögfræðings míns sem er öllum hnútum kunnugur í sveitarstjórnarmálum og löggjöf um þau er hins vegar afgerandi um að ég sé EKKI vanhæfur.

Þegar liggur fyrir stjórnsýslukæra til innviðaráðuneytisins vegna meints vanhæfis míns á Byggðaráðsfundi nr. 55 að fjalla um málsnúmer 02205413 "Ósk um umsögn, Umhverfismatsskýrsla vegna Fjarðarheiðarganga".
Ég mun kanna hvort þurfi aftur að kæra sveitarstjórn stjórnsýslukæru vegna niðurstöðu vanhæfis-kosningar undir þessum lið sem varðar aðalskipulagsmál.

Atburðarás þessi sem hér fer fram á sér ekki fordæmi í sögu íslenskrar sveitarstjórnar. Hún lyktar af pólitísku ofbeldi og tilraun til að nota lög um vanhæfi sem stjórntæki, til að þagga niður skoðanir sem eru andstæðar skoðunum meirihlutans. Þegar meirihlutinn er kominn í rökþrot, grípur hann til slíkra óyndisúrræða. Slíkt er alvarleg ógn við lýðræðið og málfrelsið í landinu sem er stjórnarskrár-bundið.

Ég krefst í ljósi þessa að öll málsmeðferð og ákvarðanataka er skipulagstillögu þá er hér er til umræðu verði frestað þar til endanleg niðurstaða um ætlað vanhæfi mitt verður komin frá innviðaráðuneyti eða dómstólum, leiti ég til þeirra. Ábyrgð slíkra tafa er alfarið vísað til þeirra sem greiða atkvæði með vanhæfis-tillögunni.

Þröstur Jónsson vék af fundi, inn á fund undir þessum lið kom varamaður M lista Benedikt Waren.


Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.09.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að staðfesta ákvörðun ráðsins varðandi leiðarval vegna Fjarðarheiðarganga Fljótsdalshéraðs megin.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Benedikt Waren, Ívar Karl Hafliðason, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson með fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir sem svarar fyrirspurn og Benedikt Waren.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir þá tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs að leiðarval Fjarðarheiðarganga um Fljótsdalshérað fari um þá leið sem Vegagerðin hefur kynnt sveitarfélaginu og kölluð er hin nýja suðurleið. Aðrar forsendur eru þær að vegtenging um Melshorn haldi sér á aðalskipulagi og að um þá leið verði Borgarfjarðarvegur tengdur við hringveginn. Jafnframt er lögð áhersla á að sett verði ný vegtenging frá Selbrekku inn á Fagradalsbraut.

Samþykkt með 9 atkvæðum, einn sat hjá (HHÁ), einn á móti (BW)

Benedikt Waren lagði fram eftirfarandi bókun:
M-listinn hefur unnið mikið og þarft verk við að rökstyðja annað skipulag en skipulagstillagan ber með sé. Ítrekað hefur verið bent á að þessi skipulagstillaga sé óheillaskref. M-listinn hefur fengið til þess virtan, reyndan og ópólitískan sérfræðing. Niðurstaða þeirrar vinnu er að Norðurleiðin verði fyrir valinu.

Meirihlutinn virðist ekki vilja kynna sér niðurstöðu og röksemdir þeirrar vinnu.
Meirihlutanum hefur þvert á móti mistekist að rökstyðja svo nefnda Suðurleið, út frá sjónamiðum skipulags og er kominn í slík rökþrot að gripið er til óyndisúrræða í aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem verður íbúum þess til óheilla um langa framtíð.

3.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Benedikt Waren M lista yfirgaf fundinn, inn kom sveitarstjórnarfulltrúi Þröstur Jónsson

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.09.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar vegna Fjarðarheiðarganga.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að láta vinna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar á grundvelli fyrirliggjandi vinnslutillögu að teknu tilliti til athugasemda og umsagna sem unnið verði úr í samráði við Vegagerðina og umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.09.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 vegna breytinga í þéttbýli og við efnisnámu í Fjarðará, verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 22.08.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum.

Til máls tók: Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna nýs íþróttasvæðis á Egilsstöðum, verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 15.08.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaða

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar sem geri ráð fyrir aukinni efnistöku í námunni á Skaga sem dugi fyrir efnisþörf við byggingu varnarvirkja undir Bjólfi og geri að auki ráð fyrir framtíðarvinnslu efnis fyrir framkvæmdir á Seyðisfirði. Breytingar á skipulagsáætluninni nái einnig til frágangs á umframefni eftir því sem nauðsyn krefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 29.08.2022,
þar sem fyrirliggjandi skýrslu um greiningu hentugleika svæða til nýtingar vindorku í Múlaþingi er vísað til sveitarstjórnar til kynningar og umfjöllunar.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Hildur þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem svaraði fyrirspurn Hildar, Ívar Karl Hafliðason, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason og Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði og þakkar vel unna skýrslu og samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdaráði að sjá til þess að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við vinnslu nýs Aðalskipulags fyrir Múlaþing.

Samþykkt með 9 atkvæðum, einn sat hjá (GÁT) og einn á móti (ÞJ)

Guðrún Ásta Tryggvadóttir lagði fram eftirfarandi bókun sem lögð var fram á 61. fundi umhverfis-og framkvæmdaráðs dags.29. ágúst 2022
Fulltrúar V-lista (PH og HSÞ) í Umhverfis og framkvæmdarráði lögðu fram eftirfarandi bókun:
Virkjun vinds er mögulega hluti þess sem við viljum nýta til raforkuframleiðslu í framtíðinni.
Áður en það verður þarf Alþingi að skapa lagalega umgjörð um hvar má og hvar ekki virkja vind og að verðleggja þá auðlynd sem vindur og landnýting tengt virkjun hans eru. Vinna að því er hafin, en einhver bið verður á fullbúinni löggjöf á því sviði.
Bíða þarf þeirrar umgjarðar svo forðast megi það slys sem varð í fiskeldissögu Islands, þar sem leyfisveitingar hófust áður en lagaleg umgjörð lá fyrir.
Komi til samþykktar sveitarfélagsins á skýrslu Eflu gæti í versta falli þýtt að samþykkt væri plagg, unnið á grunni rangra forsenda. Því skyldi ekki nýta þessa skýrslu til gerðar aðalskipulags, þó hún geti
einhvern tíman orðið gagnleg, þá er sá tími ekki kominn. Þannig ber að kynna sess hennar fyrir íbúum.

8.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202010543Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar eru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar virði ákvæði gildandi siðareglna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn beinir því til forystuaðila þeirra lista er aðild eiga að sveitarstjórn og ráðum sveitarfélagsins að fylgja því eftir að við þessu verði brugðist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Opið bréf til sveitarstjórnar og heimastjórnar Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202209031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf til sveitarstjórnar frá VÁ Félag um vernd fjarðar þar sem gerðar eru athugasemdir við vinnu við gerð strandsvæðisskipulags m.a.

Til máls tóku: Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir bar upp fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Eyþór Stefánsson með fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svarar fyrirspurn Eyþórs Stefánssonar, Helgi Hlynur Ásgrímsson með andsvar við Guðný Láru Guðrúnardóttur, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Eyþór Stefánsson með andsvar og fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir svarar fyrirspurn Eyþórs Stefánssonar, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings vekur athygli á að vinna við gerð strandsvæðisskipulags er í lögbundnu ferli sem ekki er í höndum sveitarfélagsins. Sveitarfélagið hefur komið með formlegum hætti á framfæri athugasemdum varðandi skipulagsgerðina þar sem m.a. hefur verið vakin athygli á að æskilegt væri að skipulagvald sveitarfélaga næði til hafsvæða inni á fjörðum.

Samþykkt með 8 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ) og tveir á móti (HHÁ,GÁT)

V-listi (GÁT og HHÁ) lagði fram eftirfarandi bókun:
Eftir að sveitarstjórn bárust undirskriftir 55% íbúa á Seyðisfirði átti það að vera baráttumál hennar að koma í veg fyrir laxeldi í firðinum. Andstaða íbúa voru næg rök í okkar huga til reyna að koma í veg fyrir þessi áform. Í þessu bréfi VÁ og víðar hafa komið fram fjölmörg rök til viðbótar og þegar þetta er allt vegið saman eru áformin í okkar huga glórulaus. Lega Farice 1 strengsins, ofanflóðahætta, öryggi siglingaleiða, marglyttu blómi, hafíshætta, þörungablómi o.s.f. Laxeldi í opnum sjókvíum er sóðaleg atvinnustarfsemi sem á vonandi ekki langt líf fyrir höndum. Bara nú á síðustu mánuðum hafa verið fréttir af undanþágum laxeldisfyrirtækjanna til ásætuvarna með efnum sem eru hættuleg fyrir umhverfið, fjöldadauða í kvíum vegna sára og laxalúsar og blóðþorra. Tilraunin með laxeldi í fjörðum hér austanlands er nógu stór nú þegar til að lærdóm sé hægt að draga af henni og fullkominn óþarfi að bæta Seyðisfirði inn í yfirstandandi tilraun.

10.Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á starfssvæði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 202208159Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfærð fjallskilasamþykkt fyrir starfssvæði SSA sem þarfnast síðari umræðu af hálfu sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir svarar fyrirspurn Eyþórs Stefnánssonar, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ívar Karl Hafliðason.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að taka fyrirliggjandi fjallskilasamþykkt til síðari umræðu og afgreiðslu er hún hefur hlotið umfjöllun í heimastjórnum Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi

Málsnúmer 202206215Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 168. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þar sem tillaga að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi var samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarfélagsins. Jafnframt liggja fyrir drög að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi. Fyrri umræða í sveitarstjórn átti sér stað á fundi sveitarstjórnar 10.08.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, við síðari umræðu, fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi og felur verkefnastjóra umhverfismála að koma fyrirliggjandi samþykkt í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu

Málsnúmer 202209019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur um umdæmisráð barnaverndar sem unnin hefur verið í samvinnu við önnur sveitarfélög, ráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Til máls tók: Björg Eyþórsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við bókun fundar fjölskylduráðs, dags. 06.09.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að sveitarstjóri undirriti, fyrir hönd sveitarfélagsins, fyrirliggjandi samning um umdæmisráð barnaverndar á landsvísu. Félagsmálastjóra falið að koma samningnum í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi 2022

Málsnúmer 202205045Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 og tilheyrandi umhverfismatsskýrsla, ásamt fundargerð svæðisskipulagsnefndar dags. 2.9.2022. Fundargerðinni fylgir minnisblað þar sem nefndin svarar athugasemdum sem bárust við svæðisskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu sem auglýstar voru skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda nr. 111/2021, þann 7.7.2022. Í fundargerðinni leggur svæðisskipulagsnefnd til að sveitarstjórnir á Austurlandi samþykki svæðisskipulagstillöguna með þeim lagfæringum sem lýst er í fylgiskjali fundargerðar og færðar hafa verið inn í svæðisskipulagstillögu og umhverfismatsskýrslu.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason. Þröstur Jónsson var víttur tvisvar og lagði forseti til að hann yrði sviftur málfrelsi undir þessum lið en kláraði ekki afgreiðslu þeirrar tillögu þar sem Þröstur vék úr pontu

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagða tillögu að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 og tilheyrandi umhverfismatsskýrslu, með vísan í 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga og 16. gr. laga um umhverfismat áætlana. Jafnframt felur sveitarstjórn svæðiskipulagsnefnd að vinna málið áfram í samræmi við fyrirmæli 3. mgr. 25. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þröstur Jónsson bað um orðið til að gera athugasemd við fundastjórn forseta.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn.

14.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

15.Byggðaráð Múlaþings - 56

Málsnúmer 2207009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 57

Málsnúmer 2208007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 58

Málsnúmer 2208012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 59

Málsnúmer 2209002FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson svaraði fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 60

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61

Málsnúmer 2208013FVakta málsnúmer

Fyrst opnaði forseti umræðu um lið 6 og vék Þröstur Jónsson af fundi undir þeim lið vegna vanhæfis.

Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 62

Málsnúmer 2209001FVakta málsnúmer

Í upphafi opnaði forseti umræðu um lið 2 og vék Þröstur Jónsson af fundi undir þeim lið vegna vanhæfis.

Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 47

Málsnúmer 2207001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 48

Málsnúmer 2207006FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn vegna liðar 1, Björg Eyþórsdóttir svaraði fyrirspurn Hildar.

Lagt fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð Múlaþings - 49

Málsnúmer 2208014FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 4, Eyþór Stefánsson og Björg Eyþórsdóttir.
vegna vegna liðar 5, Eyþór Stefánsson

Lagt fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð Múlaþings - 50

Málsnúmer 2209005FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn vegna liðar 2, Jónína Brynjólfsdóttir svaraði fyrirspurn, Björg Eyþórsdóttir sem einnig svaraði fyrirspurn Hildar Þórisdóttur.

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Borgarfjarðar - 26

Málsnúmer 2208006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Heimastjórn Borgarfjarðar - 27

Málsnúmer 2209009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 25

Málsnúmer 2208005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 26

Málsnúmer 2208015FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

31.Heimastjórn Djúpavogs - 28

Málsnúmer 2208002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

32.Heimastjórn Djúpavogs - 29

Málsnúmer 2209003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

33.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 26

Málsnúmer 2209007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?