Fara í efni

Verndarsvæði í byggð í Múlaþingi

Málsnúmer 202205053

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Á 54. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs sem haldinn var þann 4. maí sl. var því beint til nýrrar sveitarstjórnar að taka afstöðu til verndarsvæða í byggð í sveitarfélaginu.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til laga varðandi verndarsvæði í byggð felur sveitarstjórn Múlaþings umhverfis- og framkvæmdaráði að taka til endurskoðunar skilmála gildandi verndarsvæðis á Djúpavogi og framhald verkefna varðandi verndarsvæði á Egilsstöðum og á Seyðisfirði. Niðurstöður verða lagðar fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu er þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 64. fundur - 26.09.2022

Sveitarstjórn Múlaþings fól umhverfis- og framkvæmdaráði á fundi sínum 29. júní síðast liðinn að taka til endurskoðunar skilmála gildandi verndarsvæðis á Djúpavogi og framhald verkefna varðandi verndarsvæði á Egilsstöðum og á Seyðisfirði.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að skipuleggja íbúafundi á Djúpavogi, Seyðisfirði og Egilsstöðum í samráði við heimastjórnir á hverjum stað þar sem farið verður yfir stöðu verkefnanna. Byrjað verður á Djúpavogi en þar hefur verndarsvæði verið í gildi frá árinu 2017.
Drög að tillögu verndarsvæðis í byggð á Seyðisfirði liggur fyrir og verður hún kynnt þegar endurskoðun verndarskilmála á Djúpavogi er lokið.
Tillaga vegna verndarsvæðis í byggð á Egilsstöðum var auglýst í upphafi árs 2022 og mun umhverfis- og framkvæmdaráð leggja fram tillögu til sveitarstjórnar um framhald verkefnisins í kjölfar íbúafundarins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?