Fara í efni

Útibú Landsbankans á Borgarfirði

Málsnúmer 202205066

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 23. fundur - 09.05.2022

Eini fastráðni starfsmaður í útibúi Landsbankans á Borgarfirði lætur af störfum vegna aldurs á komandi vikum.

Heimastjórn skorar á Landsbankann að auglýsa eftir starfsmanni á Borgarfirði og halda áfram rekstri útibús á staðnum. Landsbankinn hefur hingað til veitt íbúum og fyrirtækjum á Borgarfirði góða þjónustu og vonast heimastjórn til að ekki verði breyting þar á.

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma ofangreindu á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu
Getum við bætt efni þessarar síðu?