Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

23. fundur 09. maí 2022 kl. 09:00 - 11:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson
Fundargerð ritaði: Eyþór Stefánsson formaður heimastjórnar

1.Deiliskipulag, óveruleg breyting, Sæbakki, Borgarfjörður

Málsnúmer 202108004Vakta málsnúmer

Óveruleg breyting á deiliskipulagi við Sæbakka hefur verið í grenndarkynningu. Breytingarnar snúa m.a. að skilgreiningu lóðamarka fyrir núverandi hús (geymsluskúr/hesthús) og skilgreiningu byggingarreita í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir. Engar athugasemdir bárust.

Heimastjórn staðfestir að grenndarkynningu sé lokið án athugasemda og samþykkir fyrirliggjandi breytingu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

2.Framkvæmdir við Borgarfjarðarhöfn

Málsnúmer 202203083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Vegagerðinni er varðar framkvæmda ? og kostnaðaráætlun fyrirhugaðra framkvæmda í bátahöfninni á Borgarfirði eystri.

Fyrirhuguðum framkvæmdum má skipta í dýpkun hafnar, nýja löndunarbryggju, tunnu við garðsenda við hlið núverandi tunnu, stytting núverandi löndunarbryggju og lenging Hólmabryggju.

Heimastjórn fagnar framlagðri framkvæmdaáætlun og beinir því til Vegagerðarinnar að reynt verði að ná fram samlegðaráhrifum í verkþáttum þar sem hægt er.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

3.Útibú Landsbankans á Borgarfirði

Málsnúmer 202205066Vakta málsnúmer

Eini fastráðni starfsmaður í útibúi Landsbankans á Borgarfirði lætur af störfum vegna aldurs á komandi vikum.

Heimastjórn skorar á Landsbankann að auglýsa eftir starfsmanni á Borgarfirði og halda áfram rekstri útibús á staðnum. Landsbankinn hefur hingað til veitt íbúum og fyrirtækjum á Borgarfirði góða þjónustu og vonast heimastjórn til að ekki verði breyting þar á.

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma ofangreindu á framfæri.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

4.Fjarðarborg - Samfélagsmiðstöð

Málsnúmer 202011069Vakta málsnúmer

Steingrímur Jónsson verkefnisstjóri framkvæmdamála í Múlaþingi og Björn Sveinsson frá Verkís komu á fund heimastjórnar og kynntu nýjar tillögur að lausnum aðgengismála í Fjarðarborg. Til skoðunar er hagkvæmni þess að setja upp lyftu - og stigahús við norðvesturvegg hússins sem snýr að grunnskólanum.

Heimastjórn tekur jákvætt í tillöguna en vísar henni til aðgengisfulltrúa Múlaþings og samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Björn Sveinsson - mæting: 09:30
  • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:30

5.Strandveiðar 2022

Málsnúmer 202201043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur reglugerð um fyrirkomulag strandveiða sumarið 2022.

Heimastjórn þykir miður að svo virðist sem 12 dagar verði ekki tryggðir til veiða hvern mánuð út strandveiðitímabilið 2022. Fyrirkomulag veiðanna skv. reglugerð ýtir undir að strandveiðisjómenn rói í tvísýnum veðrum og minnkar þar af leiðandi öryggi strandveiðisjómanna.

Landinu er skipt upp í fjögur veiðisvæði, sem veiða öll úr sameiginlegum potti. Heimastjórn teldi sanngjarnara að aflaheimildum til strandveiða hefði verið skipt niður á veiðisvæði úr því að ekki var unnt að tryggja 12 veiðidaga hvern þessara fjögurra mánaða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

6.Byggðakvóti Múlaþing

Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar hefur átt samskipti við Byggðastofnun og lýst yfir áhuga sínum á að sækja um sértækan byggðakvóta fyrir Borgarfjörð.

Stærstu útgerðarmenn og fiskverkendur staðarins hafa lýst sig reiðubúna að taka þátt í formlegum viðræðum um útfærslu veiða og vinnslu kvótans á Borgarfirði.

Jákvæðari teikn eru á lofti en oft áður um nýliðun í sjávarútvegi á Borgarfirði. Því telur heimastjórn það mikilvægt að útgerð á staðnum og starfsemi henni tengdri sé tryggð frekari fótfesta með sértækum byggðakvóta á staðinn. Heimastjórn leggur því til og beinir til sveitarstjórnar að óskað verði eftir formlegum viðræðum við Byggðastofnun um úthlutun sértæks byggðakvóta til Borgarfjarðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu

7.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar íbúum Borgarfjarðar, starfsmönnum Múlaþings og kjörnum fulltrúum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu og óskar verðandi heimastjórnarfulltrúum velfarnaðar í starfi.

Heimastjórn hvetur öll til að nýta kosningarétt sinn og mæta á kjörstað þann 14. maí. Erindi til næstu heimastjórnar skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu. Dagsetning næsta fundar liggur ekki fyrir.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?