Fara í efni

Fjallskil í Múlaþingi

Málsnúmer 202205074

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22. fundur - 09.05.2022

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að verkefnastjóra umhverfismála verði falið að boða alla fjallskilastjóra til sameiginlegs fundar með fulltúum heimastjórna um fyrirkomulag fjallskila í Múlaþingi. Miðað verði við að fundurinn verði haldinn fyrir sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 53. fundur - 14.06.2022

Fyrir liggja minnispunktar frá fundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í Brúarásskóla, Félagsheimilinu Arnhólsstöðum og Eiðum, 25. og 26. apríl 2022.

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 9.5. 2022 var eftirfarandi bókað:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að verkefnastjóra umhverfismála verði falið að boða alla fjallskilastjóra til sameiginlegs fundar með fulltrúum heimastjórna um fyrirkomulag fjallskila í Múlaþingi. Miðað verði við að fundurinn verði haldinn fyrir sumarleyfi sveitarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi fjallskilamál á framfæri við verkefnastjóra umhverfismála, framkvæmda- og umhverfismálastjóra og formann umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu
Getum við bætt efni þessarar síðu?