Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Leikskóli á suðursvæði

Málsnúmer 202205384

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um breytingu á deiliskipulagi suðursvæðis á Egilsstöðum þar sem fyrirhugað er að gera ráð fyrir nýrri staðsetningu leikskóla í hverfinu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að unnin verði breyting á deiliskipulagi á Suðursvæði Egilsstaða til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á Suðursvæði. Jafnframt verður horft til þess að auka fjölbreytni lóðagerða á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 23. fundur - 27.06.2022

Fyrir liggur að fjalla um breytingu á deiliskipulagi suðursvæðis á Egilsstöðum þar sem fyrirhugað er að gera ráð fyrir nýrri staðsetningu leikskóla í hverfinu.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 21. júní 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að unnin verði breyting á deiliskipulagi á Suðursvæði Egilsstaða til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á Suðursvæði. Jafnframt verður horft til þess að auka fjölbreytni lóðagerða á svæðinu. Auk þess sem horft verði til þess að auka fjölbreytni lóðagerða á svæðinu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að unnin verði breyting á deiliskipulagi á Suðursvæði Egilsstaða til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á Suðursvæði. Heimastjórnin leggur til að svæði númer 4 í fylgigögnum verði skoðað með hliðsjón af því að þar megi einnig koma fyrir grunnskóla, en líklegast er að það svæði rúmi helst hvoru tveggja. Auk þess samþykkir heimastjórn að horft verði til þess að auka fjölbreytni lóðagerða á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?