Fara í efni

Þjónustuskerðing HSA á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina

Málsnúmer 202206129

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 24. fundur - 23.06.2022

Mikil þjónustuskerðing hefur verið boðuð að hálfu HSA á Seyðisfirði. Frá og með 1. júní til og með 16. september er enginn læknir staðsettur í bænum. Mannfjöldinn margfaldast yfir sumartímann, t.d. með tilkomu skemmtiferðaskipa og LungA listahátíðar.

Heimastjórn lýsir yfir áhyggjum sínum á stöðunni og vísar málinu til sveitastjórnar til frekari umfjöllunar.

Sveitarstjórn Múlaþings - 25. fundur - 29.06.2022

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 23.06.2022, varðandi þjónustuskerðingu HSA á Seyðisfirði yfir sumarmánuðina.

Til máls tóku: Björg Eyþórsdóttir Hildur Þórisdóttir og Berglind Harpa Svavarsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Seyðisfjarðar varðandi það að ástæða er til að hafa áhyggjur af þeirri þjónustuskerðingu sem boðuð hefur verið af hálfu HSA á Seyðisfirði í sumar og fram á haust.

Sveitarstjóra falið að koma á fundi með fulltrúum sveitarstjórnar og HSA þar sem áherslum heimastjórnar verður komið á framfæri auk þess að rædd verði ýmis önnur mál er snerta starfsemi HSA á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 58. fundur - 30.08.2022

Inn á fundinn mættu fulltrúar HSA þau Guðjón Hauksson, Svava Ingibjörg Sveinsdóttir, Nína Hrönn Gunnarsdóttir, Pétur Heimisson og Þórarna Gró Friðjónsdóttir og fóru yfir stöðu mála varðandi rekstur og þjónustu HSA á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar yfirstjórn HSA fyrir komu þeirra og ítrekar mikilvægi þess að unnið verði áfram að því að tryggja mönnun lækna, annars heilbrigðisstarfsfólks og þjónustu sérfræðinga í heimabyggð til að viðhafa öflugri heilbrigðisþjónustu í Múlaþingi. Mikilvægt er einnig að tryggja fullnægjandi tækjakost til bráðagreiningar á heilsugæslunni á Egilsstöðum sökum nálægðar við sjúkraflugvöll, víðfeðmis sveitarfélagsins og mikillar fjarlægðar við sérhæfða bráðaþjónustu sem staðsett er í Reykjavík.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Guðjón Hauksson, Svava Ingibjörg Sveinsdóttir, Nína Hrönn Gunnarsdóttir, Pétur Heimisson og Þórarna Gró Friðjónsdóttir - mæting: 09:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?