Fara í efni

Grænbók - erindi vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum -

Málsnúmer 202206152

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 55. fundur - 05.07.2022

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að sveitarstjórn veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum er snúa að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2019-2033, Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og mótun nýrrar húsnæðisstefnu. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar verði færðar inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins eigi síðar en 31. júlí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu er farin er af stað á vegum innviðaráðuneytisins varðandi stefnumótum í umræddum þremur málaflokkum. Byggðaráð telur það hins vegar ekki raunhæft að hægt verði að verða við því að skila inn umbeðnum upplýsingum fyrir 31. júlí nk. vegna sumarleyfa bæði starfsfólks og sveitarstjórnar í júlímánuði. Byggðaráð felur sveitarstjóra og skrifstofustjóra að taka saman umbeðnar upplýsingar og koma þeim til ráðuneytisins er þær liggja fyrir. Sveitarstjóra falið að koma þessari afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við innviðaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?