Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

55. fundur 05. júlí 2022 kl. 08:30 - 11:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Hrund Erla Guðmundsdóttir sérfræðingur í stafrænum lausnum

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins. Einnig lagt fyrir og farið yfir erindi til sveitarstjórnar frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 22.06.2022, þar sem komið er á framfæri athugasemdum eftir yfirferð ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fram komnar ábendingar Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er byggja á ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Byggðaráð leggur áherslu á að, eins og áður, verði áfram höfð að leiðarljósi, við gerð fjárhagsáætlunar, þau viðmið er vakin eru athygli á í erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Ósk um umsögn, Umhverfismatsskýrsla vegna Fjarðarheiðarganga

Málsnúmer 202205413Vakta málsnúmer

Við upphaf 2. dagskrárliðar vakti formaður athygli á mögulegu vanhæfi áheyrnarfulltrúa Þrastar Jónssonar og lagði til að byggðaráð tæki afstöðu til málsins með atkvæðagreiðslu.

Formaður lagði málið til afgreiðslu og voru 4 samþykkir (BHS, HÞ, ÍKH, VJ) og Helgi Hlynur Ásgrímsson sat hjá.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Þrátt fyrir aðvörun lögfræðings Sambands Íslenskra Sveitarfélaga (SÍS), þess efnis að túlka lög um vanhæfi mitt strangt (þröngt) með skírskotun í svo nefnt Mýrdalshrepps mál, hefur Byggðaráð Múlaþings kosið mig vanhæfan.

Það er Byggðaráði til vansa að fresta slíkri vanhæfis-kosningu á síðasta sveitarstjórnarfundi fyrir opnum tjöldum en fara síðan fram með slíka kosningu undir nákvæmlega sama fundarlið/fundarefni fyrir luktum tjöldum Byggðaráðs.

Blóðbönd ein og sér nægja ekki til vanhæfis skv. 20 grein sveitarstjórnarlaga, heldur þarf SVO SÉRSTAKLEGA að hátta til að almennt má ætla að viljaafstaða mín mótist að einhverju leiti af blóðtengslum við landeigendur jarðanna Dalhúsa og Egilsstaða 1. Ekkert slíkt hefur komið fram sem sýnir fram á að "SVO SÉRSTAKLEGA" sé háttað, enda er ekkert slíkt til staðar í mínu tilfelli. Ég mun því leita úrskurðar Innviðaráðuneytis í máli þessu og ef með þarf dómstóla.

Ég krefst í ljósi þessa að öll málsmeðferð og ákvarðanataka er varðar leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Héraðs megin verði frestað þar til endanleg niðurstaða um ætlað vanhæfi mitt verður komin frá innviðaráðuneyti eða dómstólum, leiti ég til þeirra. Ábyrgð á þeirri frestun sem málsmeðferð þessi kann að valda á að Fjarðarheiðargöng komist í framkvæmd, vísa ég alfarið á þá sem á þessum fundi greiddu ætluðu vanhæfi mínu atkvæði sitt.

Vék Þröstur Jónsson af fundi undir þessum lið og Örn Bergmann Jónsson kom í hans stað.

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 23.06.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að hraða ákvörðun leiðarvals frá gangnamunna Egilsstaðamegin svo ekki komi til tafa á fyrirhuguðu útboði haustið 2022.

Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57

Málsnúmer 2206010FVakta málsnúmer

Við upphaf 3. dagskrárliðar vakti formaður athygli á mögulegu vanhæfi áheyrnarfulltrúa Þrastar Jónssonar vegna 4 liðar fundargerðarinnar og lagði til að byggðaráð tæki afstöðu til málsins með atkvæðagreiðslu.

Formaður lagði málið til afgreiðslu og voru 4 samþykkir (BHS, HÞ, ÍKH, VJ) og mótfallin var Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Þrátt fyrir aðvörun lögfræðings Sambands Íslenskra Sveitarfélaga (SÍS), þess efnis að túlka lög um vanhæfi mitt strangt (þröngt) með skírskotun í svo nefnt Mýrdalshrepps mál, hefur Byggðaráð Múlaþings kosið mig vanhæfan.

Það er Byggðaráði til vansa að fresta slíkri vanhæfis-kosningu á síðasta sveitarstjórnarfundi fyrir opnum tjöldum en fara síðan fram með slíka kosningu undir nákvæmlega sama fundarlið/fundarefni fyrir luktum tjöldum Byggðaráðs.

Blóðbönd ein og sér nægja ekki til vanhæfis skv. 20 grein sveitarstjórnarlaga, heldur þarf SVO SÉRSTAKLEGA að hátta til að almennt má ætla að viljaafstaða mín mótist að einhverju leiti af blóðtengslum við landeigendur jarðanna Dalhúsa og Egilsstaða 1. Ekkert slíkt hefur komið fram sem sýnir fram á að "SVO SÉRSTAKLEGA" sé háttað, enda er ekkert slíkt til staðar í mínu tilfelli. Ég mun því leita úrskurðar Innviðaráðuneytis í máli þessu og ef með þarf dómstóla.

Ég krefst í ljósi þessa að öll málsmeðferð og ákvarðanataka er varðar leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Héraðs megin verði frestað þar til endanleg niðurstaða um ætlað vanhæfi mitt verður komin frá innviðaráðuneyti eða dómstólum, leiti ég til þeirra. Ábyrgð á þeirri frestun sem málsmeðferð þessi kann að valda á að Fjarðarheiðargöng komist í framkvæmd, vísa ég alfarið á þá sem á þessum fundi greiddu ætluðu vanhæfi mínu atkvæði sitt.

Vék Þröstur Jónsson af fundi undir fundarlið 4. fundargerðinnar og Örn Bergmann Jónsson kom í hans stað. Þröstur Jónsson sat á fundinn undir öðrum liðum fundargerðarinnar.

Fyrir liggur fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 21.06.2022.

Lagt fram til kynningar.

4.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 23

Málsnúmer 2206012FVakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 27.06.2022.

Lagt fram til kynningar.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2022

Málsnúmer 202201134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 27.06.2022.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201078Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.05.2022 og 23.06.2022.

Lagt fram til kynningar.

7.Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202206134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2021.

Lagt fram til kynningar.

8.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202010543Vakta málsnúmer

Fyrir liggja siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi er voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 11. nóvember 2020 og skulu endurskoðaðar fyrir lok árs á fyrsta starfsári nýkjörinnar sveitarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings sér ekki ástæðu til að gera breytingar á gildandi siðareglum kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins en leggur áherslu á að kjörnir fulltrúar kynni sér reglurnar sem eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Reglur um framkvæmd fjarfunda sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna Múlaþings

Málsnúmer 202206269Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að uppfærðum reglum um framkvæmd fjarfunda sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna Múlaþings. Sveitarstjóri fór fyrir og gerði grein fyrir tillögum að breytingum frá gildandi reglum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að reglum um framkvæmd fjarfunda sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna Múlaþings og felur skrifstofustjóra að láta birta uppfærðar reglur þar til bærum aðilum og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Reglur um birtingu gagna með fundargerðum á vef Múlaþings

Málsnúmer 202206268Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um fyrirhugaða setningu reglna um birtingu gagna með fundargerðum auk tillögu að reglum þar um. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu er átt hefur sér stað og er framundan varðandi málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar starfsfólki sveitarfélagsins þá vönduðu vinnu er unnin hefur verið varðandi undirbúning þess að birting gagna með fundargerðum á vef Múlaþings verði að veruleika. Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að reglum um birtingu gagna með fundargerðum á vef Múlaþings og felur skrifstofustjóra stjórn verkefnisins með það að markmiði að innleiðingu verði lokið fyrir lok september 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Umferð um slóða við Hólshjáleigu

Málsnúmer 202206086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 27.06.2022, þar sem tekið var m.a. fyrir erindi frá íbúa í Hólshjáleigu í Hjaltastjaðaþinghá varðandi vaxandi umferð ökutækja niður Eyjar að Húseyjartorfu og þaðan á sandinn. Heimastjórnin beinir því til byggðaráðs að bæta merkingar á svæðinu m.a. til að stýra umferð um slóða sem og takmarka umferð á varptíma um land sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir mikilvægi þess að merkingar á svæðinu við Héraðssanda verði bættar með það að markmiði að stýra umferð um svæðið sem og að takmarka umferð á varptíma. Byggðaráð samþykkir að fela verkefnisstjóra umhverfismála sveitarfélagsins umsjón verksins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Grænbók - erindi vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum -

Málsnúmer 202206152Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem þess er farið á leit að sveitarstjórn veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum er snúa að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2019-2033, Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og mótun nýrrar húsnæðisstefnu. Óskað er eftir að umbeðnar upplýsingar verði færðar inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins eigi síðar en 31. júlí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings fagnar þeirri vinnu er farin er af stað á vegum innviðaráðuneytisins varðandi stefnumótum í umræddum þremur málaflokkum. Byggðaráð telur það hins vegar ekki raunhæft að hægt verði að verða við því að skila inn umbeðnum upplýsingum fyrir 31. júlí nk. vegna sumarleyfa bæði starfsfólks og sveitarstjórnar í júlímánuði. Byggðaráð felur sveitarstjóra og skrifstofustjóra að taka saman umbeðnar upplýsingar og koma þeim til ráðuneytisins er þær liggja fyrir. Sveitarstjóra falið að koma þessari afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við innviðaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

13.Erindi frá sóknarnefnd Eiðasóknar

Málsnúmer 202206085Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi sóknarnefndar Eiðasóknar varðandi forna sameign Eiðastóls er sveitarstjórn Múlaþings samþykkti, á fundi sínum 29.06.2022, að vísa til byggðaráðs til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að funda með fulltrúum sóknarnefndar Eiðasóknar varðandi fyrirliggjandi erindi og í framhaldi af því verði málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Hafnargata 44, Seyðisfirði, undirbúningur friðlýsingar

Málsnúmer 202203136Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um umsögn sveitarfélagsins Múlaþings vegna tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsingu húss við Hafnargötu 44 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur Minjastofnunar Íslands að friðslýsingu Hafnargötu 44 á Seyðisfirði. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við umhverfis-, orku- og loftsslagsráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

15.Hafnargata 35, Seyðisfirði, Angró, undirbúningur friðlýsingar

Málsnúmer 202203137Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um umsögn sveitarfélagsins Múlaþings vegna tillögu Minjastofnunar Íslands að friðlýsingu húss við Hafnargötu 35, Angró, á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögur Minjastofnunar Íslands að friðslýsingu Hafnargötu 35, Angró, á Seyðisfirði. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við umhverfis-, orku- og loftsslagsráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

16.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 27.06.2022, þar sem tekið var m.a. fyrir vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs varðandi mikilvægi þess að bæta vegþjónustu og uppbyggingu vega í okkar víðfeðma sveitarfélagi. Þannig verði stefnt að jöfnun aðstöðu íbúa burtséð frá búsetu og þar með eflingu byggðar í dreifbýli. Byggðaráð telur æskilegt að koma á sameiginlegum fundi þar sem sætu fulltrúar sveitarfélagsins, forstjóri og stjórnendur Vegagerðarinnar og innviðaráðherra þar sem þessi mál verði rædd m.a. með hliðsjón af áherslum byggðaáætlunar. Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma framangreindu á framfæri við ráðherra og stjórnendur Vegagerðarinnar með ósk um að stefnt verði að umræddum fundi fyrir lok ágústmánaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?