Fara í efni

Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2022

Málsnúmer 202206154

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 27. fundur - 23.06.2022

Erindi frá verkefnastjóra menningarmála, menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða.

Sérstakt fjármagn er ætlað í menningarverkefni, svo kölluð jaðarverkefni á Djúpavogi og Vopnafirði í gegnum Sóknaráætlun Austurlands. Á hvoru svæði fyrir sig er áætlað árlega 500.000 kr. og sama upphæð á móti frá sveitarfélaginu. Um er að ræða menningarverkefni sem er til þess fallið að efla atvinnusköpun á sviði lista og menningar á Djúpavogi.

Lagt er til að nýta fjármagnið til að fá vegglistaverk á vegginn við bryggjuna, ráðinn yrði listamaður, helst með tengingu við Djúpavog, ef kostur er, sem vinnur hugmynd út frá Djúpavogi. Verkið gæti verið tilbúið fyrir Cittaslow sunnudag sem er síðasta sunnudag í september ár hvert.

Heimastjórn líst vel á hugmyndina og felur verkefnastjóra menningarmála að vinna verkefnið áfram.

Heimastjórn Djúpavogs - 29. fundur - 12.09.2022

Ein athugasemd hefur borist vegna listaverks á "Kallabakkavegg" frá íbúa á Djúpavogi. Starfsmanni heimastjórnar falið að svara erindinu í samræmi við umræðu á fundinum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?