Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

29. fundur 12. september 2022 kl. 10:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Djúpavogi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Eiður Ragnarsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma erindinu til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings til frekari skoðunar.

2.Bílastæðismál við Hammersminni

Málsnúmer 202208139Vakta málsnúmer

Heimastjórn tekur vel í erindið og felur starfsmanni að koma því til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings til skoðunar.

3.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2023

Málsnúmer 202208143Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fór yfir fjárhagsramma Múlaþings fyrir árið 2023 í gegnum fjarfundabúnað.
Heimastjórn mun fara yfir áherslur er varða viðhald og framkvæmdir á næsta ári og koma þeim áherslum áfram.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson

4.Erindi frá NAUST til heimastjórna Múlaþings vegna náttúruverndarnefnda

Málsnúmer 202203112Vakta málsnúmer

Heimastjórn felur starfsmanni heimastjórnar að svara erindi NAUST.

5.Göngustígar um Búlandsnes.

Málsnúmer 202209016Vakta málsnúmer

Tölvupóstur frá Ásdísi Benediktsdóttur þar sem heimstjórn er hvött til að vinna áfram að því að byggja upp göngustíga á Djúpavogi með tengingu við Búlandsnesið og gömlu þjóðvegina þar.

Heimastjórn tekur undir með bréfritara og telur mikilvægt að haldið verði áfram að vinna þessum málum brautargengi með hagsmunaaðilum. Lagt er til að sótt verði um styrk að nýju í uppbyggingarsjóð ferðamannastaða. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir.

6.Hávaðamengun við Djúpavogshöfn

Málsnúmer 202209026Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið í lausnum á þessu vandamáli undanfarið. Starfsmanni falið að vinna málið áfram með hafnarverði og hafnarstjóra.

7.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn vill vekja athygli á nauðsyn þess að koma Axarvegi út af G-reglu í vetrarþjónustu Vegagerðarinnar. Nauðsynlegt er að koma á föstum ruðningsdögum yfir veturinn til að halda veginum opnum allan ársins hring.

8.Menningarstyrkur SSA til jaðarbyggða árið 2022

Málsnúmer 202206154Vakta málsnúmer

Ein athugasemd hefur borist vegna listaverks á "Kallabakkavegg" frá íbúa á Djúpavogi. Starfsmanni heimastjórnar falið að svara erindinu í samræmi við umræðu á fundinum.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?