Fara í efni

Samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi

Málsnúmer 202206215

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 26. fundur - 10.08.2022

Fyrir liggur bókun frá 168. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þar sem tillaga að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi var samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarfélagsins. Jafnframt liggja fyrir drög að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi og felur verkefnastjóra umhverfismála að koma fyrirliggjandi samþykkt í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Fyrir liggur bókun frá 168. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þar sem tillaga að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi var samþykkt og vísað til afgreiðslu sveitarfélagsins. Jafnframt liggja fyrir drög að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi. Fyrri umræða í sveitarstjórn átti sér stað á fundi sveitarstjórnar 10.08.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, við síðari umræðu, fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Múlaþingi og felur verkefnastjóra umhverfismála að koma fyrirliggjandi samþykkt í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?