Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

25. fundur 18. ágúst 2022 kl. 13:00 - 15:35 í Samfélagssmiðjunni
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra

1.Gangnaboð og gangnaseðlar 2022

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gangnaseðlar og gangnaboð 2022 fyrir Jökulsárhlíð, Hjaltastaðaþinghá, norðan Jökulsár, Skriðdal, Velli, Fellin, Jökuldal austan ár og Tungu.

Einnig liggur fyrir fundargerð fundar fjallskilastjóra og fulltrúa sveitarfélagsins, dags. 24.06.2022 auk minnisblaðs verkefnastjóra umhverfismála varðandi fjallskil. Þá liggur fyrir bókun byggðaráðs frá 16. ágúst 2022 þar sem tekið er undir þá tillögu að gjaldi fyrir dagsverk er fram kemur í minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála og því beint til heimastjórna að taka málið til umfjöllunar og afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðla.

Heimastjórn samþykkir að taka tillögu um endurgjald fyrir dagsverk með inn í frekari vinnu um fjallskil í Múlaþingi sem heimastjórn leggur til að farið verði í á vegum sveitarfélagsins, samhliða endurskoðun á fjallskilasamþykkt sveitarfélaga á Austurlandi sem heimastjórn telur nauðsynlegt að ljúka sem fyrst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Samkvæmt D lið 48. greinar Samþykkta um stjórn Múlaþings ber heimastjórn Fljótsdalshéraðs að tilnefna fulltrúa í eftirfarandi nefndir:

1. Stjórn Landbótasjóðs Norður-Héraðs. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir þrjá fulltrúa og þrjá til vara í samræmi við skipulagsskrá fyrir sjóðinn.

2. Ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf. Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir einn fulltrúa í þriggja manna ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf í samræmi við 10. gr. skipulagsskrár Landbótasjóðs Norður-Héraðs og 3. gr. samkomulags milli Landsvirkjunar og virkjunarnefndar Norður-Héraðs um ýmis mál sem tengjast Kárahnjúkavirkjun, frá 10. september 2002 og viðauka með því. Aðrir fulltrúar í nefndina eru skipaðir af Landsvirkjun og Landgræðslunni.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir eftirfarandi í stjórn Landabótasjóðs Norður-Héraðs:
Aðalmenn
Þorvaldur Hjarðar
Sólrún Hauksdóttir
Linda Björk Kjartansdóttir
Varamenn
Stefanía Malen Stefánsdóttir
Benedikt Arnórsson
Aðalsteinn Sigurðsson

Heimastjórn tilnefndir Guðfinnu Árnadóttur sem fulltrúa í ráðgjafanefnd um uppgræðslustarf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Stórurð og svæðið norðan Dyrfjalla

Málsnúmer 202207041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Umhverfisstofnun, dagsett 28. júní 2022, þar sem óskað er eftir að Múlaþing tilnefni tvo fulltrúa í samstarfshóp um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tilnefnir Jóhann Gísla Jóhannsson sem fulltrúa Múlaþings í samstarfshóp um gerð stjórnunar og verndaráætlunar fyrir landslagsverndarsvæðið norðan Dyrfjalla og náttúruvættið Stórurð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri sem fór yfir stöðuna á skipulagsmálum og fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á Fljótsdalshéraði og undirbúning húsnæðisáætlunar Múlaþings. Heimastjórn þakkar Hugrúnu fyrir komuna.

Lagt fram til kynningar.

5.Erindi til fjölskylduráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202207043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi dagsett 5. júlí 2022, frá Elsu Guðnýju Björgvinsdóttur og Kjartani Róbertssyni, þar sem vakin er athygli á skyldu sveitarfélaga til að bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu samkvæmt 16. grein laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Einnig liggur fyrir bókun fjölskylduráðs um málið frá 16.8. 2022.
Á fundinn undir þessum lið mættu Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Kjartan Róbertsson. Einnig Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs styður þá ákvörðun sem fram kemur í fjölskyldurráði 16.8. 2022 að sviðsstjórum fjölskyldusviðs verði falið að vinna að undirbúningi frístundarþjónustu fyrir börn með fötlun á komandi skólaári og sumri, samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Jafnframt því verði tekin saman gögn og hugmyndir varðandi framtíðar fyrirkomulag í frístundaþjónustu við börn með fötlun.
Heimastjórn þakkar gestum fyrir komuna og að vekja athygli á málefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Úthéraðsverkefni

Málsnúmer 202106106Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Jóna Árny Þórðardóttir, hjá Austurbrú, sem fór yfir stöðuna á Úthéraðsverkefninu og fyrirhugaðan íbúafund í Brúarásskóla 27. ágúst. Heimastjórn þakkar Jónu Árnýju fyrir kynninguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?