Fara í efni

Afmæli Egilsstaða

Málsnúmer 202208009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 56. fundur - 16.08.2022

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra varðandi 75 ára afmæli Egilsstaðakauptúns þar sem lagt er til að efnt verði til samkeppni á þessu ári um gerð útilistaverks.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir þær áherslur er fram koma í fyrirliggjandi minnisblaði og felur atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings að láta vinna tillögu að samkeppnislýsingu er lögð verði fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 62. fundur - 04.10.2022

Fyrir liggur tillaga að samkeppni um gerð útilistaverks á Egilsstöðum auk tíma- og kostnaðaráætlunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir í samræmi við umræðu á fundinum að unnið verði áfram að útfærslu á fyrirhugaðri samkeppni um gerð útilistaverks á Egilsstöðum og að stefnt verði að endanlegri afgreiðslu samhliða samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árin 2023-2026 enda verði gert ráð fyrir kostnaði vegna verkefnisins þar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Vegna skuldasöfnunar Múlaþings og forgangsröðunar verði þessu verkefni frestað um óskilgreindan tíma þar til fjárhagur leyfir slíkt verkefni.
Getum við bætt efni þessarar síðu?